Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 105

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 105
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 105 reynsluheimi markþjálfans sem er ekki endilega sá sami og viðskiptavinarins. Af hverju ættu stjórn­ endur að velta mark­ þjálfun fyrir sér? Markþjálfun getur í mörgum kringumstæðum nýst stjórnend­ um mjög vel í áskorunum þeirra, eins og kom fram hér að framan. Stjórnendur búa við það að fá oft ekki nægjanlega eða hrein skiptna endurgjöf, sem getur leitt til kulnunar í starfi, og þá getur markþjálfi nýst til að fara hlutlaust yfir málin með. Stjórn endur eru oft, eins og áður sagði, nokkuð einir í sínu starfi og nýta sér þá gjarnan markþjálfa til að hafa banda­ mann og stuðningsaðila sem hjálpar þeim að skoða sig, sínar áskoranir og þróun í starfi sem stjórnandi. Markþjálfun sem hjálpar tæki stjórnenda Stjórnendur ættu þó ekki síður að velta markþjálfun fyrir sér sem hjálpartæki fyrir sig við stjórnun sinna eininga eða fyrir­ tækja. Læri stjórnendur grunnatriði markþjálfunar, annaðhvort með því að vera í markþjálfun sjálfir eða á námskeiði, getur það stórbætt stjórnun þeirra og stjórnunarstíl. Markþjálfun sem hjálpartæki við stjórnun getur bætt árangur eininga, þróað og eflt starfs­ fólk til bættrar frammistöðu, aukinn ar lausnahugsunar, betri og sjálfstæðari ákvarðanatöku, bætt samskipti og samvinnu og margt fleira og á sama tíma gert starf stjórnandans gjöfulla, auðveldara og skemmtilegra. Hvar og hvernig fer þetta fram? Markþjálfi og viðskiptavinur hitt­ ast ýmist augliti til auglitis eða tala saman í gegnum síma eða Skype. Oftast er um langtíma­ samband að ræða þar sem stjórnandi nýtir sér markþjálfun þegar hann finnur hjá sér þörf til þes. Sambönd þessi geta því varað frá þremur mánuðum upp í áralöng sambönd. Markþjálfar vinna einnig með hópum sem vinna að sameigin­ legu markmiði eða eru að glíma við sambærilegar áskoranir. Mælingar á árangri og ávinningi mark­ þjálfunar ICF hefur verið að gera rann ­ sóknir á meðal viðskiptavina markþjálfa og leggja í þeim rannsóknum mat á hvern viðskiptavinirnir telja ávinn ­ inginn af markþjálfun vera. Hér má sjá nokkrar niðurstöður þeirra rannsókna: 80% þeirra sem hafa nýtt sér markþjálfun segjast hafa meira sjálfstraust. 72% segjast hafa aukið sam­ skiptahæfni sína. 70% segjast hafa bætt eigin frammistöðu í vinnu. 67% segjast upplifa meira jafnvægi vinnu og einkalífs. 57% segjast hafa bætt eigin tímastjórnun. Í niðurstöðum könnunar sem ICF gerði árið 2009 segja for­ svarsmenn fyrirtækja sem nýtt hafa sér markþjálfa, til að styrkja starfsemina og starfsfólkið, að arðsemi þeirrar fjárfestingar sé sjöföld. Mat einstaklinga, sem keypt höfðu sér mark­þjálfun, var að arðsemin væri rúmlega þreföld. Þeir nefndu einnig ávinning eins og ný sjónarhorn á persónuleg­ ar áskoranir og tækifæri, aukna hæfni til ákvarðanatöku, aukna lífsgleði og starfsánægju, aukna getu til að setja sér og ná mark­ miðum og aukið sjálfstraust. Ekki er þekkt hlutfall þeirra stjórnenda eða fyrirtækja hér­ lendis sem nýta sér markþjálf­ un en samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 2010 nýta 82% þarlendra fyrirtækja markþjálfun sem hluta stjórnendaþjálfunar. Reyndar þykir það víða bera vott um metnað stjórnenda að þeir hafi markþjálfa, að þeir ætli sér eitt­ hvað meira en þeir eru þegar að gera. Í niðurstöðum rannsókna Sherpa í Bandaríkjunum, sem gerðar hafa verið reglulega frá árinu 2006, kemur í ljós að nokk­ ur breyting er að verða á því hvernig markþjálfun er nýtt, frá því að vera notuð til að leysa úr sértækum vandamálum yfir í að vera notuð við breytingastjórn­ un og almenna leiðtogaþróun. Í rannsóknum sama fyrirtækis á árunum 2009­2012 sést einnig að þeir sem nýta sér markþjálfun verða sannfærðari um virði markþjálfunar og að markþjálfun sem aðferðafræði sé þegar búin að sanna sig og komin til að vera. Hver er markþjálfinn þinn? „Markþjálfar vinna einnig með hópum sem vinna að sameiginlegu markmiði eða eru að glíma við sambæri­ legar áskoranir.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.