Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 107

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 107
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 107 við sé of mikil til þess að hægt sé að styðjast við hefðbundnar áætl­ anir. Oftar en ekki veit sprota fyrir ­ tækið ekki hver viðskiptavinurinn er eða hver varan raunverulega er. Því meiri sem óvissan er þeim mun erfiðara er að segja fyrir um framtíðina og því hætta á að gengið sé út frá ályktunum sem oft eiga ekki við rök að styðjast. Góðar áætlanir þjóna aðeins tilgangi sínum þegar umhverf­ ið er stöðugt, sem það er svo sannarlega ekki hjá sprota ­ fyrirtækinu. Öðrum leiðum þurfi að beita. Er óreiða þá svarið? Seinni vandi frumkvöðla og sprota fyrirtækja tengist hin um fyrri. Þegar sýnt er að hefð ­ bund in stjórnun virkar ekki til að leysa vandann sem fylgir áætlunum hafa margir brugðið á það ráð að vaða áfram með hið heimsþekkta slagorð „Just Do It“ sem möntru. Láta bara vaða. Fyrst áætlanir og hefðbundin stjórnun virka ekki þá sé óreiðan svarið. Þessi leið virkar ekki heldur. Frumkvöðullinn verður að vera stjórnandi, sem kunna að vera aðrir andstæðir pólar. Stjórnunaraðferðirnar eru aðrar en hefðbundið getur talist og ganga út frá öðrum lögmálum en hefðbundnum áætlunum og stefnu. Lögmálin fimm Lausnin við vandamálunum tveimur vill höfundur meina að liggi í þeim fimm lögmálum sem hann setur fram í bókinni. Þessi lögmál eiga að gera frumkvöðli­ num/sprotafyrirtækinu/verkefninu kleift að vera stöðugt að mæla árangur og strax í framhaldinu bregðast við breyttri stöðu fljótt og örugglega. Endurgjöfin þarf að vera stöðug og markviss. Með þessu móti eru viðbrögðin hraðari en með hefðbundnum áætlunum og mati á árangri. Lögmálin spinnast út frá einföld­ um þríhyrningi sem byggist á sýn sprotans/verkefnisins. Til að ná sýninni þarf ákveðna stefnu og í framhaldi af því verður til vara. Þegar staðan er metin kemur svo í ljós hvort þarf að gera breyt ingar á stefnunni eða hvort halda á áfram á sömu braut og há marka ábata frá þeirri leið sem valin var. Sjá mynd. Fyrir hverja? Lögmálin sem höfundur setur fram í bókinni ganga út frá því að frumkvöðlarnir séu alls stað ar. Þessi aðferðafræði á því ekki einasta við í hefðbundnum skilningi okkar á frumkvöðli og sprotafyrirtæki heldur einnig innan fyrirtækja þar sem verið er að setja á markað nýja vöru eða þróa nýjar þjónustuleiðir. Bókin er því fyrir alla þá sem vilja bæta þau verkefni sem verið er að vinna að, hvort sem um er að ræða verkefni sem verða til frá grunni í höndum frumkvöðuls sem fer af stað með sprotann eða hvort þau verða til í formi nýs verkefnis innan fyrirtækis sem þegar er í starfsemi. Í bókinni sannast enn og aftur að ekkert er nýtt undir sólinni. Helsta gagnrýnin á bókina felur í sér að í henni komi fátt nýtt fram. Að einhverju leyti má færa rök fyrir því. Hins vegar nálgast höf­ undur verkefnið með hagnýtum hætti og nýtir einfalda þætti úr áður þekktu ferli framleiðslufyrir ­ tækja í óáþreifanlegan heim frumkvöðulsins. Það má því segja að nálgunin sé nýstárleg og í takt við það sem er að gerast víðar í viðskiptalífinu. Lean­hugmyndafræðin, sem á rætur að rekja til framleiðslu, er í dag að ryðja sér til rúms víðar; í stjórnun, þjónustu og, í þessari bók, nýsköpun. Þegar sýnt er að hefð bundin stjórn ­ un virkar ekki til að leysa vandann sem fylgir áætlunum hafa margir brugðið á það ráð að vaða áfram með hið heims þekkta slagorð „Just Do It“ sem möntru. Láta bara vaða. styRk og viðeigandi stjóRn- un nauðsynleg Höfundur heldur því fram að hefðbundnar stjórnunaraðferðir virki ekki en engu að síður verði stjórnun að vera fyrir hendi. Hann segir: „Það að byggja upp sprotafyrirtæki er samskonar verkefni og að byggja upp stofnun og því er stjórnun nauðsynleg … Frumkvöðlar hafa í gegnum tíðina reynt að beita hefðbundnum stjórnunaraðferðum við þau vandamál sem þeir standa frammi fyrir. Niðurstaðan af því er sú að margir frumkvöðlar fara að láta stjórnast af „Just Do It“­stjórnunar­ háttum sem gerir það að verk um að allri almennri stjórnun, ferlum og aga er hent fyrir róða. Þessi nálgun leiðir því miður oft til enn meiri óreiðu en árangurs … Ég trúi því að frumkvöðullinn verði að beita aganum sem felst í stjórnun til að leysa til fulls úr læðingi þá orku sem felst í tækifærinu sem hann stendur frammi fyrir.“ HugmyndafRæðin Lean startup­hugmyndafræðin er þróuð til að kenna hvernig á að drífa sprotafyrirtæki áfram. Í stað þess að gera flóknar áætlanir byggðar á fjölda ályktana er mælt með stöðugri aðlögun með stjórntæki sem kallað er byggja – mæla – læra­endurgjafarferlinu. Með því er hægt að meta áður en það er um seinan hvort þarf að gera breytingar á stefnunni eða halda áfram á sömu braut og þannig lágmarka sóun. „Hann heillaðist af hugmyndafræðinni og fór að beita hlut­ um hennar sem hann lagaði að heimi frumkvöðulsins og úr varð The Lean Startup, eða straum­ línulagaða sprota­ fyrirtækið. Í grunn­ inn gengur það út á að beita hugmynda­ fræði straumlínu­ stjórnunar á ný sköp un og frum ­ kvöðla starf.“ lögmÁlin fimm 1. Frumkvöðla er að finna út um allt. Þú þarft ekki að stofna fyrirtæki í bílskúr foreldra þinna til að teljast frumkvöðull. Allir þeir sem starfa í umhverfi sem leyfir og hvetur nýsköpun í óvissuástandi eru frumkvöðlar. Hugmyndafræðina er því hægt að nota í fyrirtækjum af öllum stærðargráðum og í hvaða atvinnugrein sem er. 2. Frumkvöðullinn er stjórn­ andi. Sprotafyrirtækið er fyrirtæki og því þarf að stjórna með þeim hætti sem hentar við það óvissuástand sem fyrirtækið býr við. 3. Staðfestur lærdómur. Markmið sprotafyrirtækja er ekki bara að framleiða, græða eða þjóna. Innan þeirra fer fram lærdómur um hvernig má byggja upp sjálfbæran rekstur. Þennan lærdóm er hægt að staðfesta með því að prófa reglulega mikilvægustu þætti framtíðarsýnarinnar. 4. Byggja – mæla – læra. Meginverkefni sprotafyrirtækja er að gera hugmyndir að vöru, mæla hvernig viðskipta­ vinurinn bregst við henni og draga lærdóm af því hvort þörf er á að breyta stefnunni eða halda áfram á sömu braut. Allir ferlar ættu að miðast að því að hvetja þessa endurgjöf. 5. Nýsköpunarbókhald. Til að auka líkur á árangri þarf að gera þá hugmyndaríku ábyrga fyrir leiðinlega hlutanum: hvernig á að mæla framvindu, hvernig á að ákvarða vörður á leiðinni og forgangsraða verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.