Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 22
AGRIP GESTAFYRIRLESTRA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl músum sem höfðu starfhæfan AMPK. Við höfum sett fram þá vinnutilgátu að þar sem AMPK í æðaþeli örvar NO-myndun geti hann miðlað beint boðum um aukna orkuþörf og knúið fram tafarlausa svörun í auknu blóðflæði. Loks benda nýlegar rannsóknir til þess að AMPK kunni að hafa enn víðtækari áhrif á orkujafnvægi, það er orkujafnvægi lífverunnar sem heildar (4). Komið hefur á daginn að AMPK hefur hlutverki að gegna í undirstúku heilans og miðlar þar meðal annars áhrifum lækkaðs glúkósa eða leptins í blóði. í undirstúkunni vekja boðin frá AMPK tilfinningu um svengd og ef ekkert truflar leiða slík boð til aukinnar fæðuinntöku. AMPK virðist því vera sannkallaður meginrofi í orkubúskap hvort sem litið er til einstakra frumna, vefja eða líffæra eða til lífverunnar í heild. Heimildir 1. Thors B, Halldórsson H, Clarke GD, Thorgeirsson G. Inhibition of Akt phosphorylation by thrombin, histamine and lysophosphatidylcholine in endothelial cells. Differential role of protein kinase C. Atherosclerosis 2003; 168: 245-53. 2. Thors B, Halldórsson H, Thorgeirsson G. Thrombin and histamin stimulate endothelial nitric-oxide synthase phosphorylation at Serl 177 via an AMPK mediated pathway independent of P13K-Akt. FEBS Lcítcrs 2004; 573: 175-80. 3. Hardie DG. AMP-activated protein kinase: the guardian of cardiac energy status. J Clin Investig 2004; 114: 464-8. 4. Minokoshi Y, Alquier T, Furukawa N, et al. AMP-kinase regulates food intake by responding to hormonal and nutrient signals in the hypothalamus. Nature 2004; 428: 569-74. G 6 Nýstárlegar leiðir til bólusetningar nýbura til verndar gegn sýkingum af völdum fjölsykruhjúpaðra baktería Ingileif Jónsdóttir Ónæmisfræöideild Landspítala, læknadeild HÍ ingileif@landspitoli. is Fjölsykruhjúpaðar bakteríur, eins og H. influenzae type b (Hib), S. pneumoniae (pneumókokkar), N. meningitides (meningókokk- ar) og streptókokkar af gerð B (GBS), eru ein aðalorsök sjúk- dóma í ungum börnum, en ónæmiskerfi þeirra er vanþroska og ónæmissvör hæg og veik. Þrátt fyrir góða virkni próteintengdra fjölsykrubóluefna og vernd gegn ífarandi sýkingum hefur vernd gegn slímhúðarsýkingum, svo sem eyrnabólgu, ekki reynst eins mikil. Fjölsykrusértæk mótefni í blóðrás geta hindrað sýkingar á slímhúðum, en virkjun ónæmiskerfis slímhúða er talin mikilvæg gegn slímhúðarsýkingum, svo sem öndunarfærasýkingum. Varnir gegn slíkum sýkingum eru lélegar í músum sem skortir IgA mót- efni eða geta ekki flutt það út á slímhúðaryfirborð. Rannsóknir okkar hafa sýnt að slímhúðarbólusetning músa með prótein- tengdum pneumókokkafjölsykrum (PCV) ásamt ónæmisglæðum í nefdropaformi verndar þær gegn lungnabólgu og blóðsýkingu, en vernd gegn eyrnabólgu í rottum var léleg. Við höfum þróað nýburalíkan í músum og sýnt að bólusetning undir húð og um nef með nýstárlegum PCV og ónæmisglæðum, svo sem LT-alFrigðum og CpG, getur skjótt vakið verndandi ónæmi í nýburamúsum, en til að vekja langvinnt ónæmisminni er nefbólusetning betri. Slímhúðarbólusetning er ákjósanleg leið til bólusetningar nýbura, þar sem hún getur yfirunnið takmarkaða mótefnamyndun þeirra gegn fjölsykrum. Við höfum einnig sýnt að bólusetning þungaðra músa getur verndað afkvæmin gegn pneumókokka- og meningó- kokkasýkingum, án þess að móðurmótefni trufli ónæmissvör nýburanna. Bólusetning nýburamúsa með pneumókokkaprótein- um undir húð bendir til að aðrar leiðir séu betri. Próun öruggra, öflugra og nýstárlegra leiða til að bólusetja nýbura er forgangs- verkefni í baráttunni gegn alvarlegum smitsjúkdómum og fyrir betri lífsskilyrðum, einkum í þróunarlöndunum. G 7 Endurhæfingarhjúkrun sjúklinga með heilaslag. Þróun gagnreyndra klínískra leiðbeininga fyrir hjúkrunar- fræðinga Þóra B. Hafsteinsdóttir'23, Saskia Weldam2, Marijke Rensink’, Svan- hildur Sigurjónsdóttir', Marianne Klinke1, Dórothea Bergs1, Katrín Björgvinsdóttir', Irina Uitewaal2 'Taugadeild Landspítala, 2Division of Neuroscience, Rudolph Magnus Institution of Neuroscience, University Medical Center Utrecht, Hol- landi, 'Dpt. of Heallh Care Sciences, University of Professional Sciences Utrecht, Hollandi thoru.vigfus@wxs.nl / T.Hafsteinsdottir@psych.azu.nl Inngangur: Heilaslag er þriðja algengasta dánarmein á Vestur- löndum. Talið er að um 770 Islendingar fái heilaslag árlega. Þessir sjúklingar eiga við margvísleg vandamál að etja, eins og: helftar- lömun (80%), þunglyndi (52%), kyngingarörðugleika (20%- 60%) og vannæringu (16% tot 62%), sem gefur til kynna hversu flókin hjúkrun og meðferð þessara sjúklinga er. Þrátt fyrir að talsverð vísindaleg þekking hafi verið þróuð á sviði endurhæfing- ar heilaslagssjúklinga hefur hún ekki nýst hjúkrunarfræðingum sem skyldi. Klínískar leiðbeiningar hafa verið þróaðar en beinast ekki að hjúkrun. Markmið rannsóknarverkefnisins í heild er að þróa klínískar leiðbeiningar fyrir heilaslagssjúklinga sem byggja á bestu gagnreyndu þekkingu sem völ er á og hjúkrunarfræðingar geta notað í daglegri hjúkrun sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Við þróun leiðbeininganna er stuðst við aðferð Scottish Intercollegial Guidelines Network. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar eru unnar eftir aðferð Cochrane. Helstu niðurstöður: Fyrstu niðurstöður beinast að því að leggja grunninn að því: a) að þróa klínískar leiðbeiningar með áherslu á hreyfingu og sjálfsbjargargetu, næringu, tjáskipti og þunglyndi hjá þessum skjólstæðingum og b) vera vakandi fyrir því, hvernig leiðbeiningarnar virka í fjölbreyttu klínísku umhverfi í samvinnu við faghópa og skjólstæðinga. I erindinu verða kynntar þær leiðir sem taldar eru æskilegar í þróun þessara leiðbeininga og rann- sókna á þeim til að tryggja að þær niðurstöður sem fást skili sér í auknum gæðum hjúkrunar þessa skjólstæðingahóps í ljósi fyrri rannsókna höfundar. Ályktanir: Með því að nota gagnreyndar leiðbeiningar mun hjúkrun sjúklinga með heilaslag verða markvissari og hjúkrun- arfræðingar beina augum sínum ekki eingöngu að líkamlegum afleiðingum heilaslags, heldur einnig að heildarlífsgæðum þessara sjúklinga. 22 Læknabladið/fylgirit 50 2004/90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.