Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 24
EIK FASTEIGNAFÉLAG HF // Sóltún 26 // 105 Reykjavík // s: 590 2200 // eik@eik.is // www.eik.is Lykillinn a› auknum hagna›i Kynntu flér hvernig flú getur auki› hagna›inn hjá flínu fyrirtæki nú í ár og til lengri tíma Eik sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæ›is, flar me› tali› a› kaupa fasteignir fyrirtækja og leigja fleim flær aftur til lengri e›a skemmri tíma. fiannig geta fyrirtæki eflt eigin rekstur og losa› um umtalsver›a fjármuni. Hvort sem flú átt húsnæ›i sem flig langar til fless a› selja og leigja aftur e›a ert a› leita flér a› heppilegu atvinnuhúsnæ›i er Eik me› lausnina fyrir flig. Haf›u samband vi› sérfræ›inga okkar í síma 590 2200 FORSÍÐUEFNI reka búðirnar á lágu verðlagi vegna hagstæðra innkaupa, góðri nýtingu á rými og mikilli veltu. Arðsemin hefur verið að aukast og í dag erum við að ná inn auknum tekjum á magninu og betri rekstri.“ Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast á raftækjamarkaði í dag. Stóru flatskjáirnir eru að seljast mjög vel og vöxturinn í sölu þeirra milli áranna 2004 og 2005 í BT var fimmtánfaldur. Að mínu viti verður næsta sprenging í sölu á upptökutækjum með hörðum diski og ýmissi samþættingu á afþreyingu og tölvutækni. Tækni af þessu tagi býður fólki möguleika á að stjórna dagskránni mun meira en í dag og ég efast ekki um að hún eigi eftir að verða vinsæl. Playstation 3 er líka væntanleg á markað í lok þessa árs og miðað við vinsældir gömlu Playstation-vélanna þá efast ég ekki um að hún eigi eftir að seljast vel,“ segir Sverrir. Helst vel á starfsfólki Sverrir reynir að heimsækja verslanirnar hér heima eins oft og kostur er, helst í hverri viku. Hann segist hafa gefið fyrirheit um að gera slíkt hið sama í Danmörku á meðan hann var þar, en því miður hafi honum ekki einu sinni tekist að heimsækja allar Merlin-versl- anirnar enn. Þessar heimsóknir mæltust líka misjafnlega fyrir hjá verslunum Merlin. Flestir fögnuðu áhuga nýrra eigenda á því sem var að gerast í verslununum en einstaka verslunarstjórar áttu erfitt með að venjast þessu. „Verslunarstjórinn í búðinni sem var næst höfuðstöðvum okkar sagði til dæmis upp störfum tveimur mán- uðum eftir að nýir eigendur komu að Merlin. Hann gat ekki fellt sig við það að eigendur væru að koma í búðina í tíma og ótíma án þess að láta vita af heimsókninni með góðum fyrirvara. Hann hefði bara ekki taugar í svoleiðis vitleysu,“ segir Sverrir. „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að ráða til okkar toppfólk og reynt að gera vel við það og halda því sem lengst. Brandarinn er „Nobody Leaves the Firm“. Ég leita eftir fólki sem sýnir sjálfstæði og frumkvæði en ég spyr ekki um prófgráður áður en ég ræð fólk til starfa. Það er ekki verra að fólk sé vel menntað en nákvæmlega hver menntunin er skiptir ekki máli. Ef mér líst vel á viðkomandi og treysti honum til að leysa það af hendi sem honum er ætlað, skiptir ekki máli hver hann er. Það eina sem ég get ekki fyrirgefið fólki er að vera leiðinlegt. Starfsfólkið í búðunum þekkir mig þegar ég kem í heimsókn og ég held að það taki engin andköf þegar það sér mig,“ segir Sverrir. Verslanir Árdegis hafa komið vel út í kosningum VR um fyrir- tæki ársins undanfarin ár. Fyrirtækið hefur alltaf lent ofarlega á listanum og stundum verið í toppslagnum. Hefur gaman af samkeppni Á tali Sverris má merkja að hann hefur mikla trú á rekstri smásölu- verslana. En telur hann að slíkum rekstri standi ógn af samkeppni stórra erlendra verslanakeðja? „Nei, ég hef engar áhyggjur af því, hér eru margar erlendar keðjur með verslanir. Noa Noa og NEXT eru til dæmis báðar tengdar erlendum keðjum. Við erum nú þegar í mikilli sam- keppni við nágrannalöndin. Íslendingar ferðast mikið og við verðum einfaldlega að geta boðið upp á sambærilegt verð og vörur og nágrannarnir ef við ætlum að halda velli. Ég tel reyndar að mikil breyting hafi átt sér stað á undanförnum árum. Til að mynda eru verslunarferðirnar til útlanda, sem þekktust áður fyrr, ekki nema svipur hjá sjón. Ég held að íslenskur markaður sé það lítill að hann freisti ekki stærstu fyrirtækjanna. Að mínu mati væri það fullkomlega galið fyrir þau flest að eyða mikilli orku á þessum markaði á meðan þau geta enn vaxið á milljónamörkuðum annars staðar og samkeppnin er jafnhörð hér heima og raun ber vitni,“ segir Sverrir. „Það getur hver sem er farið út í verslun- arrekstur ef hann hefur áhuga og ég fagna aukinni samkeppni. Ég er keppnismaður og hef gaman af djöfulganginum sem fylgir samkeppninni, annars væri ég ekki í þessu.“ Sverrir kynntist alveg nýrri gerð af verslun þegar hann tók við rekstri BT. „Samkeppin á lágvöru- markaði er miklu harðari en í merkjavöru. Menn vakna á morgnana alveg brjálaðir með blóðbragð í munninum og fletta blöðunum til þess að sjá hvar 24 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 Leynivopnið í fataversl- ununum er klárlega Ragnhildur. Hún er alger snillingur í inn- kaupum, frábær stjórn- andi og hefur gott auga fyrir því sem hún er að gera, segir Sverrir. Hún sér um daglegan rekstur verslananna Noa Noa og NEXT.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.