Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUEFNI næsta orrusta verður háð og hvernig landslagið hefur breyst frá deginum áður. Á svoleiðis markaði gerast hlutirnir rosalega hratt og menn verða að vera fljótir að hugsa ef þeir ætla ekki að verða undir.“ Verslanarekstur í Danmörku Í framhaldi af orðum Sverris um takmarkaðan áhuga erlendra stór- verslana á Íslandi sem markaðssvæði segist hann telja að Íslend- ingar hafi meira að sækja út en þau hingað. En hver var aðdragandinn að því að Árdegi keypti, ásamt Baugi og Milestone, dönsku raftækjakeðjuna Merlin? „Upphaflega var Árdegi að vinna að útrás Next í Danmörku. Eftir því hafði verið tekið hversu vel gengur með Next á Íslandi. Bretarnir höfðu áhuga á því að spreyta sig í því og var opnuð Next- verslun í Danmörku vorið 2004. Nú standa yfir viðræður um að við komum að rekstri þeirrar verslunar og frekari uppbyggingu á Norð- urlöndum. Niðurstaðan á eftir að koma í ljós.“ segir Sverrir. „Ég hafði reyndar verið að líta í kringum mig eftir fleiri möguleikum og var Merlin eitt af þeim fyrirtækjum sem ég vissi að var til sölu.“ Að sögn Sverris er Merlin rótgróið, áttatíu ára gamalt fyrirtæki, sem rekur fjörutíu og átta verslanir um alla Danmörk og mjög spennandi fyrirtæki, en hefur ekki verið að skila hagnaði undan- farin ár. „Ég sá strax ákveðna möguleika í rekstrinum og var sann- færður um að það mætti snúa honum á réttan kjöl. Í ágúst 2005 fór ég í það af fullum krafti að kaupa Merlin og fékk til liðs við mig Baug og Milestone og við lukum því ferli í lok september í fyrra.“ Sverrir er starfandi stjórnarformaður í Merlin og má segja að hann hafi verið með annan fótinn í Danmörku síðustu misseri og unnið að endurreisn fyrirtækisins. „Merlin var í stórum mínus þegar við keyptum fyrirtækið,“ segir Sverrir, „en það hefur gengið vonum framar að rétta það við. Við lögðum upp með ákveðna áætlun sem virðist ætla að ganga upp í megindráttum. Merlin er eins og risastórt skip og tekur tíma að snúa rekstrinum við. Fyrst þarf að draga úr ferðinni, laga komp- ásstefnuna og ná svo stíminu upp aftur. Það fyrsta sem þurfti að gera var að beina sjónum að undirstöðum fyrirtækisins, búðunum sjálfum, vörusamsetningu, verðstrúktúr og ímynd. Stundum snérist málið hreinlega um það að þrífa búðirnar eða skipta um verslunar- stjóra. Við höfum skorið yfirstjórnunarkostnað niður um 40% og fækkað birgjum um helming til þess að ná upp meiri innkaupa- krafti og einfalda vöruflæðið. Þessum fyrsta áfanga lauk núna í apríl og þá tóku við verkefni sem lúta m.a. að vörustýringu, vöru- dreifingu og upplýsingaflæði. Síðasta skrefið er svo að ákveða hvernig fyrirtækið á að þróast í framtíðinni.“ Sverrir er sannfærður um að Merlin eigi eftir að rétta úr kútnum og nefnir sem dæmi að veltan í maí 2006 hafi aukist um 20% frá sama mánuði í fyrra. Aðspurður segir Sverrir býsna margt hafi komið honum á óvart þegar hann tók við rekstri Merlin. „Fyrirfram var ég búinn að gefa Ragnhildur Anna: FILLET OG FRANSKAR Ragnhildur Anna Jónsdóttir, eiginkona Sverris, segir að í fyrstu ferð þeirra saman til útlanda hafi hún verið átján ára en Sverrir nítján. „Við vorum búin að vera par í tæpt ár og ákváðum að fara í rómantíska ferð til London í viku og ég held að sú ferð sé enn í dag sú dýrasta og flottasta utanlandsferð sem við höfum farið í.“ Faðir Ragnhildar, sem var öllum hnútum kunnur í London, útbjó lista yfir góð veitingahús fyrir unglingana eins og Ragnhildur orðar það. „Eitt kvöldið fórum við á svakalega fínan franskan restaurant. Matseð- illinn var allur á frönsku en við skildum þó eitt orð á seðlinum og það var „fillet“. Það var því ekkert til fyrirstöðu að panta steik og vildum við fá franskar kartöflur með,“ segir Ragnhildur. „Eitthvað varð þjónninn kindugur í framan en kom svo með pínulít- inn gufusoðinn fiskbita og franskar kartöflur á diski og eðalrauðvínið sem pantað hafði verið með „steikinni“. Skammtarnir voru að sjálf- sögðu mjög franskir og nettir og þar að auki rándýrir.“ Ragnhildur segir að þessi fyrsta reynsla þeirra af frönskum mat hafi endað á MacDonalds til að metta sárasta hungrið. SAGT UM SVERRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.