Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 61

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 61
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 61 fyrir okkur er að nýta óhefðbundna miðla eða nýta miðlana á óhefðbundinn hátt.“ Halldór segir ferska vinda blása um Icelandair Group, þar séu nýir stjórnendur og gríðarlegar breytingar hafi orðið á fyrir- tækinu. Herferðinni í Morgunblaðinu hafi meðal annars verið ætlað að kynna fyr- irtækið aftur fyrir Íslendingum; fyrirtæki sem allir telja sig þekkja og taka sem sjálf- sögðum hlut í viðskiptum á Íslandi. „Gegnum tíðina hefur þjóðin elskað að hata Icelandair,“ segir Halldór og hlær við. „Fólk hefur litið á það sem stórt og traust fyrirtæki - en kannski ekki sér- lega skemmtilegt. Þessi hugsunarháttur er arfur frá tíma einokunarstimpilsins þótt gífurleg samkeppni sé á þessum markaði í dag. Icelandair er lítið fyrirtæki sem býr við mjög breytt viðskiptaumhverfi og við viljum koma raunverulegri mynd af fyrir- tækinu til fólksins.“ Halldór telur að þessi aðferð, að kaupa upp auglýsingarými heils fjölmiðils, hafi sannað sig. Fyrst var að velja miðilinn og síðan að laga efnið að honum. Kynningar- efnið hefði verið létt og einfalt og átt greiða leið að lesandanum og segir Halldór að ekki hafi veitt af því rými sem í boði var. Blaðið hefði þess vegna mátt vera stærra. Félagið keypti ekki upp rými í smáaug- lýsingum. Þó auglýsti félagið þar - á vegum þess var auglýsing í einkamáladálkinum þar sem minnt var á rómantískar ferðir til Parísar. Í kjölfar herferðarinnar lét fyrirtækið kanna viðbrögð fólks við henni og þar var ekki um að villast að hún hafði skilað mjög góðum árangri. Yfir helmingur allra, sem spurðir voru, hafði orðið var við þessa her- ferð og gerði sér grein fyrir aðferðinni. Að sögn Halldórs eru neytendur venju- lega ekki mjög jákvæðir í garð auglýsinga sem þeir verða varir við, en 50% af þeim sem sáu hana fannst þetta hafa heppnast vel eða mjög vel. Fólk hefði almennt með- tekið boðskap efnisins eins og það var lagt upp. Uppkaup auglýsingarýmis Moggans markar nýja byrjun í markaðsmálum Icelandair Group og e.t.v. fleiri fyrirtækja á Íslandi. Halldór telur ekki ólíklegt að þjóðin eigi eftir að sjá eitthvað svipað af þeirra hálfu aftur. Að minnsta kosti væri stefna fyrirtækisins að innleiða nýja notkun á fjöl- miðlum til auglýsinga í framtíðinni. Íslenska auglýsingastofan Íslenska auglýsingastofan hafði umsjón með efninu og að sögn Sigurðar Hjaltalín markaðsráðgjafa voru uppkaupin á aug- lýsingarými Morgunblaðsins hugsuð sem hluti af stærri áætlun. Hann segir að farið hafi verið með lesandann í ferðalag um Icelandair Group til að kynna starfsemina og auglýsingunum hafi verið valinn staður eftir efni blaðsins, t.d. var Icelandair Cargo inni í Verinu og efni sem ætlað var yngra fólki var aftast í blaðinu. Morgunblaðið alltaf til í að skoða nýjar hugmyndir „Bæði lesendur og auglýsendur tóku þess- ari nýjung vel,“ segir Margrét Kr. Sigurð- ardóttir, forstöðumaður sölu- og markaðs- sviðs Morgunblaðsins. „Okkur leist strax vel á það þegar Icelandair Group leitaði til okkar með þá hugmynd að kaupa upp allt auglýsingapláss í blaðinu. Við erum alltaf til í að skoða nýjar hugmyndir og í þessu tilfelli var þetta vel framkvæmanlegt og þess vegna slógum við til. Það var ágætur aðdragandi að þessari herferð og við fórum strax að vinna í málinu. Þeir auglýsendur sem áttu pantað rými þennan dag tóku þessu vel og voru reiðubúnir að færa sig til svo það urðu engir árekstrar við aðra viðskiptavini.“ Margrét segir að þetta hafi verið allt mjög úthugsað og vel unnið hjá fyrirtæk- inu. Auglýsingarnar hafi verið hannaðar með tilliti til þess hvar í blaðinu þær ættu að vera. „Þær féllu vel að umhverfinu og þetta var allt til mikils sóma. Við fengum góð viðbrögð við blaðinu og urðum vör við áhuga hjá fleirum í kjölfarið. Þessi tilraun tókst í alla staði vel og það er aldrei að vita nema það verði framhald seinna.“ A U G L Ý S I N G A M Á L - H E R F E R Ð I C E L A N D A I R G R O U P Sigurður Hjaltalín og Einar Geir Ingvarsson á Íslensku auglýsingastofunni. Halldór Harðarson, forstöðumaður markaðs- sviðs Icelandair Group.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.