Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 6
ÍÍ6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR misraunandi inntak samkvæmt áhugamálum sínum og takmörkum. Notaverð- mæti kornu í stað andiegra verðmæta, og skortur sálræns djúpsæis og innra öryggis ruglaði lífsviðhorf manna. Um leið hlaut hin þjóðfélagslega barátta sjálf að hafa í för með sér breyt- ingar á því hvaða hugsjónir væru mest metnar. Flestum þótti meira máli skipta að tryggja undirstéttunum tilverurétt og frumstæðustu menningarskilyrði en að rannsaka möguleika einstaklingsins. Þetta var skiljanlegt. Það var einmitt fjárhagslegt frelsi sem átti að veita eins mörgum og hægt var tækifæri til að þroska mannleg verðmæti í lífi sínu. En þetta sjónarmið vannst aðeins með baráttu. Og menn höfðu hvorki tíma né þrek til þess að skýra um leið hvað mannleg verðmæti væru, eða hvert væri inntak lífsins. Hið æðra menningarlíf, sem átti að sjá um það, var látið sitja á hakanum. Á árunum milli styrjaldanna var að vísu til menningarlegur andófsflokkur gegn hinum almenna tíðaranda. Sá flokkur leit um öxl til gamalla húmanist- ískra menningarhugsjóna og réðst á hina svo kölluðu „efnishyggju". En eins og oft verður á baráttutímum, varð þessi smávægilegi andófsflokkur jafn ein- hliða í áróðri sínum og andstæðingar hans. Honum varð ekkert ágengt. Og ástæðan var eflaust sú að þessir hreinu húmanistar voru haldnir kynlegri blindu á hin jákvæðu verðmæti samtíðar sinnar. Þeir skynjuðu ekki að bak við hina sterku þjóðfélagslegu samúð og framfaravilja undirstéttanna fólst meir en uppreisn gegn ranglæti. Þar fólst einnig næm skynjun á hinu sammannlega og nýr skilningur á því hve allt ófullkomnað líf er hörmulegt. Á milli hinnar hverfandi húmanistisku menntunar og hins samvirka, þjóð- félagslega anda hins nýja tíma myndaðist kuldabelti gagnkvæms skilnings- leysis. Af því mótaðist þróunin á afdrifaríkan hátt. Bæði ■ almenningur og menntamenn voru haldnir fávíslegri menningarbjartsýni og töldu ranglega að menningarverðmætin myndu koma af sjálfu sér ef fjárhagsleg undirstaða væri fyrir hendi. I nokkrum löndum kom greinilega í ljós út í hvílíka ófæru þessi skoðun leiddi. Helzta þjóðfélagseinkenni aldar vorrar er hinn mikli fólksfjöldi, sem orðið hefur aðnjótandi menningar síðustu tvo mannsaldra. Almenn skólaganga, hærri laun og auknar frístundir handa meirihluta þjóðarinnar skópu hin ríku- legustu loforð um almennt menningarlíf sem gefin hafa verið í sögu vorri. Gerum oss nú áþreifanlega grein fyrir því hvernig loforðin hafa rætzt — hing- að til. Ilin ytri menningartæki hafa sífellt aukizt og orðið fær um að veita viðtöku börnum, unglingum og fullorðnum úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hér á landi veitti ríkið skólanum, sem er mikilvægasta tæki menningarstarfsins, sérstaka umönnun. Fram komu skólaumbætur sem áttu að skapa einingu í kennslustarf- inu og koma kennslunni í samræmi við þjóðfélagið og tíðarandann. Skólinn á réttilega heiður skilið fyrir það að mikið starf var unnið á þessu sviði og að hinni nýju kynslóð lærðist betur að skilja það sem fram fór í sögu og þjóð- félagi. En einmitt sökum þess að skólinn var samhæfður tímanum þá túlkaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.