Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 31
HARALDSKVÆÐI
141
Hrafn: 15. „Að hundi elskar Andaður
og heimsku drýgir,
eyrnalausum,
og jöfur hlægir.
Hinir eru og aðrir
er um eld skulu
brennanda spón bera;
logöndum húfum
hafa sér und linda drepið
hældræpir halir“.
II
Þær 5 vísur um Hafursfjarðarorrustu sem hér fara á eftir eru
varðveittar í sömu heimildum sem áður hefur verið getið: 1. Heims-
kringlu, eignaðar Hornklofa, 2. Fagurskinnu, eignaðar Þjóðólfi
skáldi úr Hvini, og 3. Haraldsþætti Flateyjarbókar, eignaðar Þjóð-
ólfi. Fyrri helmingur 5. erindis er enn fremur í Snorra Eddu, eign-
hljóðfærasláttur og fíflalæti, þótti mörgum góð skemmtun í fásinninu. Orðið
trúSur er komið frá Englandi (á fornensku trúð), en þangað mun það komið
frá írum. Nafnið Andaður er þýzkt (á fornþýzku Andahad), og hefur loddara-
flokkur þessi sjálfsagt verið erlendur. 2. jregið spurt (af fregna, þát. frá). 3.
örgáti kk. viðurgemingur, beini (svarið ætti þó betur við ef spurt hefði verið
um háttalag trúðanna).
15. 1. elska að hér líklega ‘gæla við, kjassa’. 5—10. Hér er svo að sjá sem
trúðar þessir hafi leikið eldlistir, þeir hafi vaðið eld með brennandi spón í
hendi og stungið húfunum logandi (iogöndum er forn beyging hluttaksorðsins
í þgf. flt.) undir linda (belti) sér. Annars hafa menn gert sér ýmsar hugmynd-
ir sem hér yrði of langt að rekja um athafnir þessara loddara (sjá m. a. grein
eftir Sigfús Blöndal í Skírni 1929). Stungið hefur verið upp á að taka saman
eld brennanda: listin hafi verið að bera spón gegnum brennandi eld án þess
að kviknaði í, og láta svo sýnast sem húfurnar loguðu, en stinga þeim samt
undir beltin eins og ekkert hefði í skorizt. En illa mundi það samþýðast stíl
kvæðisins að slíta orðin brennanda spón sundur. Skáldið metur leikarana lítils,
velur þeim orðið hœldrœpur ‘sem verðskuldar að vera drepinn (þ. e. sleginn)
með hælnum’ eða jafnvel heldrœpur ‘sem verðskuldar að vera drepinn (sleg-
inn, lostinn) í hel’ (handrit Fagurskinnu gera ekki skýran mun á e-i og œ-i).