Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 91
STUTTHOF
201
regla úr Gestapo (S. D.) sá um flutninginn. Snemma um morguninn
var okkur ekið í bifreiðum út á Löngulínu. Þar lá þýzka skipið
„Wartheland“, sem áður hafði verið notað til svipaðra þrælaflutn-
inga frá Noregi til Þýzkalands.
Okkur var kastað niður á botn í framstafni skipsins, marga metra
niður fyrir sjávarmál, á hinn ruddalegasta hátt, og meðan á því
stóð var ausið yfir okkur sífelldum blótsyrðum, skömmum og ógn-
unum. A leiðihni yfir Eystrasalt til Swinemúnde fóru Gestapó-
mennirnir ekki úr björgunarvestunum. Enginn okkar fanganna var
í vafa um, að úti væri um okkur, ef við rækjumst á tundurdufl.
Það var ekkert færi á að komast upp.
Morguninn 3. október náðum við til hafnarinnar í Swinemúnde,
matar- og drykkjarlausir, en sífellt umsetnir af þeim hrekkjum og
ertni, sem herraþjóðin er svo leikin í. Hér vorum við rekin í land
með bölvi og ragni, háði og spotti og okkur skipað í raðir á hafn-
arbakkanum. Hér urðum við í fyrsta skipti sjónarvottar að hinni
dýrslegu grimmd þýzku nazistanna, ógrímuklæddri og nakinni.
Það vorum þó ekki við, sem urðum fyrir henni.
En þar sem við vorum ennþá grunlausir um, að skipulagðar Gyð-
ingaofsóknir höfðu farið fram í Danmörku, hnykkti okkur við,
þegar danskir Gyðingar fóru að streyma upp úr afturlest skipsins.
Þó að við hefðum verið auðmýktir og hæddir á ferðinni frá Kaup-
mannahöfn, var það smávægi hjá því, sem við sáum nú.
Við gizkuðum á, að Gyðingarnir væru um 200. Þeir voru á öll-
um aldri, hvítvoðungar á örmum mæðra sinna, gamlar skjögrandi
konur og öldungar á tveimur hækjum. Þeir virtust vera af öllum
stéttum samfélagsins, allt frá ungum, gáfulegum mönnum til lang-
skeggjaðra, kuflklæddra öldunga með kollhúfur, sem fyrir stríðið
sást bregða fyrir í Borgar'agötu og Aðalsgötuhverfinu.
Áður en við höfðum náð okkur af þessari sýn, sem ekki var
sérlega uppörvandi, lóku Gestapómennirnir að reka þessar ves-
lings manneskjur niður snarbratta landgöngubrúna með bölvi og
ragni. Meðal hinna fyrstu, sem gengu niður brúna, var ung kona
með barn á armi, sem tæpast gat verið meira en hálfs árs gamalt.
Barnið grætur. Móðirin sussar ástúðlega við það og virðist alls
ekki gefa gaum að hinu dónalega spotti Þjóðverjanna, heldur þrýst-