Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 91
STUTTHOF 201 regla úr Gestapo (S. D.) sá um flutninginn. Snemma um morguninn var okkur ekið í bifreiðum út á Löngulínu. Þar lá þýzka skipið „Wartheland“, sem áður hafði verið notað til svipaðra þrælaflutn- inga frá Noregi til Þýzkalands. Okkur var kastað niður á botn í framstafni skipsins, marga metra niður fyrir sjávarmál, á hinn ruddalegasta hátt, og meðan á því stóð var ausið yfir okkur sífelldum blótsyrðum, skömmum og ógn- unum. A leiðihni yfir Eystrasalt til Swinemúnde fóru Gestapó- mennirnir ekki úr björgunarvestunum. Enginn okkar fanganna var í vafa um, að úti væri um okkur, ef við rækjumst á tundurdufl. Það var ekkert færi á að komast upp. Morguninn 3. október náðum við til hafnarinnar í Swinemúnde, matar- og drykkjarlausir, en sífellt umsetnir af þeim hrekkjum og ertni, sem herraþjóðin er svo leikin í. Hér vorum við rekin í land með bölvi og ragni, háði og spotti og okkur skipað í raðir á hafn- arbakkanum. Hér urðum við í fyrsta skipti sjónarvottar að hinni dýrslegu grimmd þýzku nazistanna, ógrímuklæddri og nakinni. Það vorum þó ekki við, sem urðum fyrir henni. En þar sem við vorum ennþá grunlausir um, að skipulagðar Gyð- ingaofsóknir höfðu farið fram í Danmörku, hnykkti okkur við, þegar danskir Gyðingar fóru að streyma upp úr afturlest skipsins. Þó að við hefðum verið auðmýktir og hæddir á ferðinni frá Kaup- mannahöfn, var það smávægi hjá því, sem við sáum nú. Við gizkuðum á, að Gyðingarnir væru um 200. Þeir voru á öll- um aldri, hvítvoðungar á örmum mæðra sinna, gamlar skjögrandi konur og öldungar á tveimur hækjum. Þeir virtust vera af öllum stéttum samfélagsins, allt frá ungum, gáfulegum mönnum til lang- skeggjaðra, kuflklæddra öldunga með kollhúfur, sem fyrir stríðið sást bregða fyrir í Borgar'agötu og Aðalsgötuhverfinu. Áður en við höfðum náð okkur af þessari sýn, sem ekki var sérlega uppörvandi, lóku Gestapómennirnir að reka þessar ves- lings manneskjur niður snarbratta landgöngubrúna með bölvi og ragni. Meðal hinna fyrstu, sem gengu niður brúna, var ung kona með barn á armi, sem tæpast gat verið meira en hálfs árs gamalt. Barnið grætur. Móðirin sussar ástúðlega við það og virðist alls ekki gefa gaum að hinu dónalega spotti Þjóðverjanna, heldur þrýst-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.