Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 125
UMSAGNIR UM BÆKUR 235 um, brot af því, sem gerðist, brot af sannleikanum, — of þröng, — mér þætti svo hlægilegt að láta allt það merkilegasta gerast áður en leikurinn byrjaði eða milli þátta.“ I þriðja þætti dregur svo til tíðinda, öldur á undirskál, prest- urinn missir æskuvinkonu sína út úr höndunum en hreppir Dúllu í ensku- tíma og læknisfrúna í frönskutíma, leikslokin eru fyrirsjáanleg. Þá skellur óveðrið á. I fjórða þætti snýr höfundur spilinu við. Aðalpersóna leiksins gerir uppreisn, hvað sem hver segir, leikhússtjóri eða Hæstvirtur höfundur. I para- basis, sem ekki á sér sinn h'ka í okkar leikritum, fá áhorfendur sinn skerf vel útilátinn. Aristofanes kallar í „Froskunum", ef ég man rétt, áhorfendur í Aþenuborg þjófa og illþýði, en á bekkjunum í Iðnó er „heimur húms og þagn- ar“. „Hvað eruð þið þá, spyr ég enn og aftur, eruð þið fyrir- eða eftirmyndir, sönn eða login, lifandi eða dauð? Elskið þið ekki, liatið, hugsið, talið og breytið alveg eftir kokkabókum hæstvirtra höfunda, sem skapa skugga, og þið verðið svo skuggar af þeim skuggum? Hversvegna, spyr eg, komuð þið í kvöld? Hversvegna eru allir hneykslaðir á mér? Áf því ég segi sannleikann, en þið vilduð fá skáldskap. Fjandinn fjarri mér.“ Áhorfendur vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðrið. Leikdómurunum flestum þótti þátturinn of langdreginn. Við lest- urinn er allt annað uppi á teningnum. Maður nýtur þess að skola af sér isma og annað bókmenntalegt fusk og fis í þessu skammasteypiflóði og það enda þótt samúðin með þessum andans manni, sem þenur sig svona, prestinum, sé af skornum skammti. Á þessum kafla er lesandinn í hvað mestum gróða, ein- mitt þar sem áhorfandinn tapaði og þótti iangdregið. Niðurlagið liggur svo beint við, leikhússtjórinn biður afsökunar á trufluninni, og til þess nú að tryggja gang leiksins úr þessu, er presturinn festur á snúru, sem leikhússtjór- inn og Hæstvirtur höfundur toga í á milli sín, tilfæringar, sem frekar eiga heima í revýu, enda gripnar tveim höndum í revýunni „Upplyfting" og not- færðar út í yztu æsar. Dæmið af „Uppstigningu" sýnir, að það er ekki heiglum hent að skrifa þriggja þátta stað- og tímabundna komedíu og stíga svo í fjórða þætti upp á Arnarfell og flytja þaðan fjallræðu til áhorfenda. Á pappírnum er þetta gerlegt, við lesturinn trufla hvorki leikendur né leiktjöld, en því miður, þetta er hvorttveggja í leikhúsinu. Frúin, sem gekk út eftir sýningu og fór afsökun- arorðum um mistök leikarana, hafði ekki alveg rangt fyrir sér. En missir þá þessi sjónleikur marks sem bókmenntalegt verk? Eftir að hafa lesið útskýringar höfundarins að leikslokum um það, hvernig leikurinn varð til, um uppreisn persónanna, tillitið til leikarans sem lifandi einstaklings o. s. frv., gæti maður freistast til að svara játandi, en sem betur fer svarar hvert einasta atriði sjálfs leiksins neitandi. Svo hrýtur það notalega úr penna höfundar í eftirmálanum, að eftir að hann var kominn út í fjórða þátt „fór eg samt að hafa meiri skemmtun af efninu". Gildi sitt fær sjónleikurinn fyrst og fremst fyrir ádeiluna, sem í honum felst, og er skáldið þá ekkert frekar að hlífa sjálfu sér en okkur hinum á Eyrinni. Hann húðstrýkir persónur sínar í þremur þáttum, en í stað þess að kála þeim í fjórða þætti upp á góðan og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.