Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 33
PAR LAGEKKVIST 23 Lagerkvist sér ætíð mannlífið í forsviði liins volduga alheims. Orlög einstaklingsins hverfa honum þessvegna. Eftir stendur aðeins vandamál lífsins sjálfs. Með þetta í huga verður að lesa allt, sem hann heiur skrifað. Ef til vill er það sérstaklega áriðandi, að menn horfi á leikrit hans með hinar óendanlegu víddir í huga, einkum þar sem þau hrífa í rauninni sjaldan hug manns með atburðarás hins ytra lífs. lJað má kalla Lagerkvisl trúhneigðan í þeim skilningi, að hann er sífellt að glíma við þær spurningar, sem trúin reynir að leysa úr. Hann hefur mikla þörf fyrir trú, án þess að geta sætt sig við nokkra almenna eða jafnvel persónulega trúartjáning. Hann er hinn stöðugi leitandi. Það er hægt að líta á skáldskap hans eins og síendurteknar tilraunir til að ná tökum á mannlífinu og skilja skilyrði þess í stórum dráttum. Það er ríkt í honum að flytja boðskap. Með árunum hefur einnig svij>ur hans sjálfs fengið l)læ sjáandans og spámannsins. Og stundum verður honum það á eins og öllum öðrum spámönnum að finna sárt til van- máttar gagnvart ólæknandi sljóleika mannanna, tregðu þeirra til að hlusta á það, sem hann hefur að flytja. Sá er án efa kjarninn í frásögn- inni af Englinum illa (Den onda angeln), sem verður að lokum þreytt- ur á að standa í steinlíki inni í kirkju og taka af auðmýkt og vinsemd við lítilmótlegri guðrækni mannanna, brýzt út og reikar um strætin eina nóttina og skrifar í brennandi vakningaræði kross á hverja hurð sem boð til mannanna: Þú átt að deyja. En menn vakna eins og venju- lega um morguninn, brista undrandi höfuðin, ekki eins og þeim bafi brugðið í brún, hcldur verða þeir aðeins dálítið ringlaðir, því að þetta voru þó, herra trúr, engar fréttir, það vissu menn fyrirfram, að þeir áttu að deyja. Yfirleitt er skáldskapur Lagerkvists fremur sj)rottinn af barnslegu alvöruviðhorfi frumstæðrar mannveru til lífsins en lífs- viðhorfi hins siðmenntaða manns, sem oft er blandið efasemdum og tvískinnungi, en við slika á Lagerkvist lítið sameiginlegt. Það er í senn styrkur hans og takmörkun. Pár Lagerkvist er að mörgu leyti undanfari nýjustu bókmennta í Sví- þjóð. Hann flytur eitthvað nýtt með sér. Onnur tíð byrjar skeið sitt, ókyrrari, með hraðari æðaslátt og tekur ákafar þátt í lífinu. Baksvið- ið er sundurtættur heimur og í glundroða, mannkyn, sem hefur misst örugga fótfestu í lífinu. Lagerkvist hefur alla tíð búið í einangrun, en bann skrásetur sviftingar tímans fljótar en flestir aðrir, án þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.