Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 33
PAR LAGEKKVIST
23
Lagerkvist sér ætíð mannlífið í forsviði liins volduga alheims. Orlög
einstaklingsins hverfa honum þessvegna. Eftir stendur aðeins vandamál
lífsins sjálfs. Með þetta í huga verður að lesa allt, sem hann heiur
skrifað. Ef til vill er það sérstaklega áriðandi, að menn horfi á leikrit
hans með hinar óendanlegu víddir í huga, einkum þar sem þau hrífa í
rauninni sjaldan hug manns með atburðarás hins ytra lífs. lJað má
kalla Lagerkvisl trúhneigðan í þeim skilningi, að hann er sífellt að
glíma við þær spurningar, sem trúin reynir að leysa úr. Hann hefur
mikla þörf fyrir trú, án þess að geta sætt sig við nokkra almenna eða
jafnvel persónulega trúartjáning. Hann er hinn stöðugi leitandi. Það
er hægt að líta á skáldskap hans eins og síendurteknar tilraunir til að
ná tökum á mannlífinu og skilja skilyrði þess í stórum dráttum. Það
er ríkt í honum að flytja boðskap. Með árunum hefur einnig svij>ur
hans sjálfs fengið l)læ sjáandans og spámannsins. Og stundum verður
honum það á eins og öllum öðrum spámönnum að finna sárt til van-
máttar gagnvart ólæknandi sljóleika mannanna, tregðu þeirra til að
hlusta á það, sem hann hefur að flytja. Sá er án efa kjarninn í frásögn-
inni af Englinum illa (Den onda angeln), sem verður að lokum þreytt-
ur á að standa í steinlíki inni í kirkju og taka af auðmýkt og vinsemd
við lítilmótlegri guðrækni mannanna, brýzt út og reikar um strætin
eina nóttina og skrifar í brennandi vakningaræði kross á hverja hurð
sem boð til mannanna: Þú átt að deyja. En menn vakna eins og venju-
lega um morguninn, brista undrandi höfuðin, ekki eins og þeim bafi
brugðið í brún, hcldur verða þeir aðeins dálítið ringlaðir, því að þetta
voru þó, herra trúr, engar fréttir, það vissu menn fyrirfram, að þeir
áttu að deyja. Yfirleitt er skáldskapur Lagerkvists fremur sj)rottinn
af barnslegu alvöruviðhorfi frumstæðrar mannveru til lífsins en lífs-
viðhorfi hins siðmenntaða manns, sem oft er blandið efasemdum og
tvískinnungi, en við slika á Lagerkvist lítið sameiginlegt. Það er í senn
styrkur hans og takmörkun.
Pár Lagerkvist er að mörgu leyti undanfari nýjustu bókmennta í Sví-
þjóð. Hann flytur eitthvað nýtt með sér. Onnur tíð byrjar skeið sitt,
ókyrrari, með hraðari æðaslátt og tekur ákafar þátt í lífinu. Baksvið-
ið er sundurtættur heimur og í glundroða, mannkyn, sem hefur misst
örugga fótfestu í lífinu. Lagerkvist hefur alla tíð búið í einangrun, en
bann skrásetur sviftingar tímans fljótar en flestir aðrir, án þess að