Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 73
UM SKÓLAMÁL
63
vana í kennslustarfinu. þá var enginn
steinn lagður í gölu þeirra af hálfu
hins opinbera. Sumir hlutu opinbera
viðurkenningu og ástsæld almennings,
eftir nokkurt þóf og andmæli sumra,
eins og t. d. AÖalsteinn Sigmundsson
kennari. Aðalsteinn féll frá. Stríðið
með öllum efnisskorti til ýmis konar
handavinnunáms olli því, að margir
kennarar, sem konmir voru á rekspöl
með vinnunám í hekkjum sínum, urðu
að leggja árar í bát. Úr þessum efnis-
skorti á nú að fara að bæta, er mér
tjáð. Nefnd í vinnubókagerö hefur
starfaö síðan í fyrra og vinnubóka-
námskeið var hér í Reykjavík í vor,
en nemendur voru ekki nema 29 eða
30. Nærri hálfur bekkur úr Melaskóla vann að vinnubókargerð á nám-
skeiðinu. Og sjón er sögu ríkari. Börnin unnu af áhuga og með ánægju.
III
Eftir því sem ég skil skólalöggjöfina og fræðslumálastjórann, Helga
Elíasson, þá virðist mér meira komið undir kennurunum en lögunum,
hvernig skólaskipi okkar reiðir af, hvort sem þeir nota nýjar kennslu-
aðferðir eða hefðbundnar. Fræðslumálastjóri hvetur til, að kennarar
athugi þær leiðir, sem hverju harni mættu konia að sem beztu gagni.
Það er í anda laganna, hvað svo sem námsskráin segir. En vandinn
vex hjá kennurunum að gefa hverju barni sinn hæfilega námsskammt
og áætla getu og námshraöa. Kennarar eru auðvitað misjafnlega vanda
sínum vaxnir, og þeir vilja aukna kennaramenntun. Og til er stofnun,
Kennaraskóli Islands, sem vill að munaö sé eftir sér af ábyrgum stjórn-
arvöldum. Stofnað hefur verið Nemendasamband Kennaraskólans og
nefnd sett á laggir til þess að vinna að því, að reistur verði hið bráð-
asta nýr kennaraskóli. Kennaraskólinn er búinn að starfa við ófull-
nægjandi skilyröi í 30 ár. Nú ríður á að koma upp kennaraskóla, sem
tekur forystu í skólamálum þjóðarinnar með því að mennta kennara
Valdimar Össurarson