Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 105
-ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 95 flugvélar Norðanmanna og liinna kínversku sjálfboðaliða séu hraðfleygari en flug- vélar Bandaríkjanna, að loftvarnir Kóreumanna fari sívaxandi „og flugvélatjón vort •er töluvert meira en fjandmannanna." Bandaríkin hafa beðið mikið afhroð í Kóreu bæði hernaðarlega og siðferðilega. Bandaríkjamenn hafa fest fjölmennan her á fjarlægum vígstöðvum, og þeim hefur ekki tekizt að afla sér liðsauka svo nokkru nemi frá Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin hafa einangrað sig í Kóreuævintýrinu, •og hvorki betl né hótanir virðast geta aflað þeim vígsgengis hjá vestrænum þjóðum. Þótt stjórnarskipti hafi orðið á Bretlandi og íhaldsmenn tekið völd verður enn ekki vart neinnar stefnubreytingar Bretlands í Asíumálum. Hins vegar má greinilega merkja sívaxandi óánægju meðal almennings í Bandaríkjunum vegna stríðsfóm- anna í Kóreu, stríðsfórna, sem enginn opinber áróður fær lengur réttlætt. Banda- ríkin hafa ekki aðeins einangrazt hemaðarlega í Kóreu. I pólitískum og siðferði- legum efnum gustar einnig æ kaldar að þeim á austurhelmingi jarðar. Vinum Banda- ríkjanna í Austur-Asíu fjölgar ekki við það, að þau hafa endurreist atvinnulegan og hernaðarlegan mátt Japana og reyna enn að blása lífsanda í nasir líksins á Formósu. Það verður ekki heldur Bandaríkjunum til vinsælda á þessum slóðum þótt þau taki ■á sitt breiða bak að bera herkostnaðinn af nýlendustyrjöldum Frakklands í Indó- Kína og Bretlands á Malajaskaga. Og í sama mund og kólnar kringum Bandaríkin ■á austurslóðum sjást þess mörg merki, að „vinsældir og áhrif“ þeirra í Vestur- Evrópu eru einnig á faralds fæti. Fulltrúar bandarískrar heimsmálastefnu hafa nú um langt skeið unnið að því að ■skapa Bandaríkjunum „vígstöðu styrkleikans", svo sem þeir hafa orðað það. Þessi styrkleikavígstaða hefur verið í því fólgin, að stofna til hemaðarbandalags í austri og vestri gegn Ráðstjórnarríkjunum og alþýðulýðveldunum. Bandaríkin hafa hresst við hin sigruðu fasistastórveldi, Japan, Ítalíu og Vestur-Þýzkaland. Þau hafa gert ný- fasistaríkin Grikkland og Tyrkland að fullgildum félögum Atlanzhafsbandalagsins •og hafa að öllum líkindum gert leynilegt hernaðarbandalag við Francó Spánar og Tító Júgóslavíu. Þau reyna að steypa í eina heild allri stóriðju Vestur-Evrópu undir yfirstjóm sinni og iðjuhölda Vestur-Þýzkalands og vinna látlaust að því að stofna þegar á þessu ári 50 herfylkja Evrópuher. Fyrir nokkru hefur Truman Bandaríkja- forseti farið fram á það við þingið, að það veiti 8 milljarða dollara til þess hers, sem •enn er aðeins til á pappímum. Þessi fjárbeiðni er glöggt dæmi þess, hvemig komið ■er hag hinna evrópsku fylgiríkja Ameríku. Eftir fjögurra ára Marshallhjálp em tvö af stórveldum Evrópu á barmi gjaldþrotsins, England og Frakkland. Hagkerfi hinn- ar borgaralegu Evrópu er allt úr skorðum gengið vegna þeirrar hervæðingar, er Bandaríkin hafa lagt vestrænum þjóðum á herðar. Hvert ríki Vestur-Evrópu á fæt- ur öðru sker niður innflutning sinn, „heimsmarkaðurinn“ er orðinn þrengri en dæmi •eru til, Ástralía minnkar nú innflutning sinn um helming, en í sama mund er þessum ríkjum skipað að vígbúast eins og þau væru þegar komin í stríð. Loks er þeim bannað með bandarísku valdboði að verzla við hinn sósíalíska hluta heimsins, 'þótt þar búi þriðjungur alls mannkynsins með óþrjótandi markaðsmöguleika. Þetta sem hér hefur verið sagt er ekki áróðursýkjur, heldur blákaldar staðreyndir. í ára- mótahugleiðingum sínum hafa vestræn blöð beggja megin Atlanzhafsins lýst hag og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.