Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 47
FERÐALAC PÁLÍNU
37
gola gælir við bjarta lokka hennar í heitu sólskini og bærir hvítan kjól
hennar. Um stund hefur hún horft þö gul og alvarleg á auðan veginn,
en nú fer hýrusvipur um frítt andlit hennar og hún veifar ákaft báðum
höndum bíl sem nálgast af flughraða. Hún hlær og syngur og beygir
mjúklega grannan likama í yndislegum dansi unz bíllinn staðnæmist
undir hólnum og ungur maður með ljósgult hár og sterka handleggi —
fallegasti maður í þessum dal — hleypur í cinum spretti upp snarbratt-
an hólinn og vefur hana örmum.
Síðan leiðast þau ofan og inn í skógarrjóður. Og nú er það ekki að-
eins þessi dalur sem er fagur heldur öll veröldin og eilífðin.
Svo er það seinna þegar kominn er vetur og snjór á fold og áin er
ísi lögð að hún bíður hans aftur; ekki uppi á hólnum heldur heima á
bæ. Og hún horfir ekki úl eftir veginum, því um hann fer enginn bíll
nú. Hún hefur augun á fljótinu ísi lagða og sér loks hvar hestarnir
teygja sig og senda undan hófum sínum ísspæni; og þeim skilar næst-
um eins fljótt áfram og bílnum í sumar, enda liggur nú ekki minna við.
Hann er kominn að sækja hana — fallegasti maðurinn í dalnum, og
væntanlega síðar meir auðugur bóndi — hana sem er aðeins vinnukona
á þessum bæ, langt að komin úr ljótri og leiÖiidegri sveit, þar sem fólk
er hvorki fagurt né gott. Slik er hamingja þeirra sem trúa á fegurðina.
SíÖan er riðið til kirkju. Hún er öll skreytt og uppljómuð og troð-
full af fólki sem þangað er komið til að sjá hin glæsilegu fagurbúnu
brúðhjón og hlýða á vígslu þeirra. Og á eftir er haldin stórkostleg
veizla, ræður fluttar, gjafir gefnar, etið og drukkið og dansað fram á
rauðanótt. Og úr andlitum brúðkaupsgestanna skín gleði og aðdáun
og — þó fólk sé hér svo gott í sér — dálítil öfund.
*
Pálína leggur hendur í kjöltu, rauðar og þrútnar af þvotti, og lætur
líða úr sér þreytu. í uppáhalds hvíldarstöðu sinni: álúl í baki hallandi
undir flatt með hálfopinn munn og langt á milli fóta, sér hún sýnirnar.
I þennan unaðsdal hefur hún aldrei komið, en hún veit uin hann allt
sem nokkurs virði er að vita. Hún hefur tínt samau um hann sagnir
þeirra sem þar hafa komið, og einkum hefur hún fræðzt um hann af
vinkonu sinni sem dvaldist þar fyrrum í nokkur ár og hefur heitstrengt
að hverfa þangað aftur. Og Pálína á sér eina ósk sem hún veit að muni