Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 96
SVERRIR KRISTJÁNSSON: Annáll erlendra tíðinda Október—desember 1951 I Stalín og kjarnorkusprengjan Allt frá þeirri stundu, er Churchill flutti hina hástemmdu Fultonræðu sína 1947 og lýsti því liátíðlega yfir, að vestræn kristin menning ætti nú orðið ekkert skjól nema kjarnorkusprengjuna og leyndarmál hennar, sem væri í fórum Bandaríkj- anna, hefur það komið nokkrum sinnum fyrir, að „handhafar kjamorkusprengj- unnar“ hafa veifað þessu ægivopni framan í mannkynið svo sem til að minna það á, að enn væri menningin ekki gengin fyrir björg. Síðan Kóreustyrjöldin hófst hefur það þráfaldlega komið fyrir, að bandarískir valdamenn hafa hótað að beita kjarnorkusprengjunni til að Ijúka þessari langdregnu styrjöld í einu vetfangi. I desember 1950 ágerðust kjarnorkuhótanir Bandaríkjanna svo mjög, að Attlee, for- sætisráðherra Bretlands, varð að taka sér ferð á hendur yfir Atlanzhafið á fund Trumans og leiða honum fyrir sjónir, að þjóðir Evrópu mundu ekki láta bjóða sér það að kjarnorkusprengju yrði varpað í Kóreustríðinu. Nokkuð virðist hafa sljákkað í Bandaríkjunum vegna þessarar viðvörunar. En í lok september 1951 boðaði Truman öllum heimi, að Rússar hefðu gert kjarnorkusprengjutilraun, og varð við þetta mikill fjaðraþytur um öll Bandaríkin. Orðrómur komst á kreik um það, að Truman hefði þegar leyft bandaríska hernum full umráð yfir kjarnorku- sprengjunum. Formaður hinnar amerísku kjarnorkunefndar, Gordon Dean, lýsti því yfir, að tími væri koininn til að reyna kjarnorkuvopn á vígvöllum, og fyrrver- andi formaður kjarnorkunefndar Bandaríkjaþings, R. B. Hickenlooper, var þessa mjög hvejtandi. Það var mikill uggur í mönnum um allan heim út af kjarnorkuhótunum þessum. Mótmælum rigndi yfir Bandaríkjastjórn eins og skæðadrífu. Enn á ný reis sið- gæðistilfinning mannkynsins upp gegn þessum bandaríska bulluskap. Laugardaginn 6. október 1951 birti Pravda, málgagn rússneska bolsévíkaflokks- ins, viðtal við Stalín um kjamorkumálin. Stalín er sennilega fámálugastur allra núlifandi stjórnmálamanna. Hann er hvorki málgjarn né margmáll. En það er hlustað á orð hans með meiri athygli en flestra annarra. Það er því ekki úr vegi að birta samtalið óstytt. Blaðið spyr: Hvað segið þér um þann hávaða, sem erlend blöð hafa gert í til- efni af því, að gerð var kjarnorkusprenging í Ráðstjórnarríkjunum?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.