Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 94
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
helming. Rétt á undan blómguninni nær magn hins lífræna efnis jurtanna og þar
með fóðurgildi þeirra hámarki.
Allt hið græna efni jurtarinnar kemur að gagni sem fóður, en fræið verður gagns-
laust. Ymist fer það aftur ofan í jörðina við verkun heysins eða í úrganginn (moðið)
þegar gefið er.
Við blómgunina minnkar þurrefnismagn jurtarinnar um 10—20% og stilkurinn
verður trénaður og heyið líkist meir hálmi en heyi. Meðan á blómguninni stendur
soga jurtimar til sín mikið vatn og eyða þannig vatni úr jarðveginum til einskis
gagns, frá hagnýtu búskaparsjónarmiði séð. Það er því hagkvæmast að slá grasið
rétt áður en blómgun fer fram. Bezt er þó að slá tvisvar, en það er því aðeins hægt
að fyrri sláttur sé sleginn snemma.
Efnafræði jarðvegsins
Uppruni jarðvegsins er í berglögunum. Sumstaðar eru hin jarðvegsmyndandi
berglög að mestu leyti aluminíum-siliköt og jarðvegurinn verður því fátækur af
kalki. Annarsstaðar er mikið af kalksteinslögum og kalsíum jónar myndast við
veðrun og upplausn.
Kalsíumkarbónat skolast burtu úr yfirborðsjarðlögunum og flyzt niður á við með
regnvatni, stundum niður í grunnvatnið. Kalsíumkarbónat leysist aðeins í vatni sem
inniheldur kolsýru og því meira því kaldara sem vatnið er. Þegar rignir og jörð er
þýð kólnar vatnið á leið niður í jarðveginn og leysir þá upp meiri kolsýru og síðan
meira kalk. Þegar vatn streymir upp á við gegnum jarðlögin á sumrin, hitnar það á
leiðinni og gefur frá sér kolsýru og fellir út kalk.
Þegar kalk hverfur úr jarðveginum verður hann súr; húmussýra og ýmsar aðrar
lífrænar sýrur myndast úr lífrænum efnum, einnig saltpéturssýra, brennisteinssýra
og fosfórsýra.
Ef sýran í jarðveginum verður mikil hefur það skaðleg áhrif á gróðurinn. Míkró-
Hfverur hætta að geta starfað og lífræn efni safnast fyrir. Jurtimar fer því að
skorta köfnunarefni, fosfór og kalí enda þótt nóg sé af þeim efnum í jarðveginum.
Jafnvel tilbúinn áburður gerir lítið gagn í slíkum jarðvegi því hann breytist fljótt í
sambönd sem jurtirnar geta ekki notað.
Þegar jarðvegur er of súr þarf að bera á kalk. Talið er að þess þurfi að jafnaði á
6—9 ára fresti. Ekki eru til neinar algildar forskriftir um hve mikið kalk eigi að
bera á, enda er það mismunandi eftir ástæðum. Sýrustigið, Ph, í vel ræktuðum jarð-
vegi á að vera aðeins undir 7.
Jarðvegurinn getur einnig verið of alkalískur eða basískur og þá þarf að bæta í
hann gipsi. Einkenni á alkalískum jarðvegi er mjög sterk samloðun. Slíkan jarðveg
er ekki hægt að plægja með venjulegum verkfærum, a. m. k. ekki þurran. Þeg-
ar hann er blautur er hann slímkenndur og plastískur og myndar járnharða strengi
þegar hann þornar eftir plægingu. Eina ráðið til að koma slíkum jarðvegi í rækt er
að nota gips og sá fjölærum grösum og belgjurtum. Gipsið þ. e. kalsíumsúlfat gerir
svörun jarðvegsins veikt súra.
Eins og áður hefur verið bent á er f jarlægt mikið af efnum með hverri uppskeru.