Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 43
PAR LAGERKVIST 33 gerist eitthvað í huga hans. Hann er ekki saniur og áður. Kristur og kenningar hans hafa á einhvern hátt náð tökum á honum. Þó getur hann ekki orðið kristinn eins og hinir. Trúin megnar ekki að hrjótast gegnum þann varnarmúr mannhaturs og einmanaleiks, sem hann hefur reist kringum sig. Tvisvar sinnum vill það þó til engu að síður. En í annað skiptið fellur hann bráðlega aftur í gamla farið. Það var í raun- inni ekki annað en stundarhrifning. Og í liitt skiptið hjálpar hann ein- ungis í skilningsleysi sínu fjandmönnum kristninnar. Barrabas deyr jafneinmana og hann hefur lifað. Eins og frelsarinn, sem gaf líf sitt að minnsta kosti óumdeilanlega fyrir hann, endar hann ævi sína á krossi. En enginn fylgir honum, enginn reynir að hugga hann. Og síðustu orð hans eru töluð út í myrkrið: I þínar hendur fel ég anda minn. Barrabas er kannski ekki góð bók spjalda milli, þótt gagnrýnendur yrðu hrifnir af henni, ekki sízt erlendis. En heildaráhrifin eru mjög sterk. Verkið býr yfir mætti og dulrænni fegurð, sem maður veit ekki gerla, hvernig á að skýra. Stíllinn er jafnöruggur og ævinlega lijá Lagerkvist. I þetta sinn er hann hversdagslegur og málið stuttaralegt, hefur að nokkru leyti sömu frumstæðu hnökrana og Barrabas sjálfur. í erfðaskrá Nobels er ákvæði um það, að bókmenntaverðlaunin skuli veitt rithöfundi, er sé hugsjónamaður. í reyndinni hefur það varla haft neina þýðing. En ótrúlegt er annað en Nobel hefði fundið, þar sem Lagerkvist var, nákvæmlega þá tegund rithöfunda, sem hann hafði í huga. Það, sem gerir Lagerkvist að mestum manninum, er kannski, þegar allt kemur til alls, ekki hversu mikill rithöfundur hann er, heldur hitt, að hann er miklu meira en það. Hann er hugsjónamaður, en ekki af blóðlausu tegundinni. Rætur hans liggja bæði í ríki ljóssins og dimmunnar. Síðasta skáldsaga Lagerkvists endaði á myndinni af Barra- bas, er segir út í myrkrið: I þínar hendur fel ég anda minn. Ef til vill hefur þessi mynd slík áhrif fyrir það, að hún birtir dýpsta skilning Lagerkvists á mönnunum: krossfestir við þjáningar, einmana og um- luktir tómu myrkri. Og þessu myrkri fela þeir anda sinn. Er það trú eða örvílnun, sem býr í orðum Barrabasar? Gagnrýnendurnir hafa velt því fyrir sér og efazt. Vafasamt er reyndar, hvort Lagerkvist sjálfur gæti gefið nokkurt svar. Trú eða örvílnun? Sú spurning heyrist titra í öllum skáldskap hans. Hún sést enn, án orða. í táknmyndinni, sem er niðurlag þess, sem hann hefur síðast ritað. Jón Oskar þýddi. Tímarit Múls og menningar, 1. h. 1952 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.