Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 17
HEIMA OG HEIMAN
7
Ég kom inní skrifstofu í Stokkhólmi, þar sem ég varð að bíða stund-
arkorn eftir yfirmanninum, og ritarinn hans, stúlka um þrítugt, tók
mig tali af því ég var íslendíngur. Það kom uppúr dúrnum að þessi
stúlka hafði ekki fyr liitt íslendíng að máli, en í mörg ár verið með
miklar bollaleggíngar um að fara til Islands, og var land þetta í huga
hennar dýrlegast landa; hún hafði um alllángt skeið lagt fyrir fé,
stundum altaðþví tíu krónur á mánuði, til að safna sér í íslandsferð.
Hún sagði mér að eftir tvö ár, eða kanski fjögur, hefði henni safnast:
svo mikið fé í þessum tilgángi, að hún gæti lagt upp í hina langþráðn
ferð í sumarleyfi sínu. Reyndar var henni sá vandi á höndum, að hún
gat ekki feingið nema tíu daga sumarleyfi fyren hún væri búin að vinna
ég man ekki hvað mörg ár í viðbót, mér skildist hún mundi ekki kom-
ast uppí fjórtán daga fyr en hún væri um fertugt. Hún hafði gert ráð
fyrir að taka sér fari á sænskum síldarbát til Norðuríslands, og hann
gat orðið altuppí fimm daga á leiðinni, eða leingur; svo þá var ekki
mikill tími aflögu til að skoða sig um á Islandi og komast heim aftur.
einkum þarsem hana lángaði mest af öllu að fara ríðandi yfir landið á
þessum yndislegu smáhestum sem talað er um í bók Engströms; það
hélt hún væri bæði ódýrt og þægilegt ferðalag. Ég sagði, reynið þér að
fá leingra frí. En slíkt taldi hún ekki koma til mála hár i Sverge, hér
væri ekki siður að biðja um leingra frí; í því falli yrði hún að kaupa
varamann í staðinn sinn, og starf hennar var of persónulegt til þess
að hægt væri að setja einhvern og einhvern í það meðan hún væri í
útlöndum að skemta sér, drottinn minn, hvað ætli fólkið segði hér á
kontórnum; eða séffarnir; það mundu allir halda að ég væri orðin
brjáluð — eða miljónamæríngur! Takið þér flugvél, segi ég, úr því
þér hafið svona nauman tíma. Guð minn almáttugur hjálpi mér, segir
stúlkan; ekki nema það þó; flugvél! Slíka fjarstæðu lætur nú eingin
vanaleg manneskja sér detta í hug hár í Sverge.
Þessi stúlka ímyndaði sér að flugvélar væru handa miljónamæríngum
einum. Ég gleymi ekki undrunarsvipnum á henni, þegar ég sagði henni
að á Islandi væri ekkert jafnhversdagslegt og fljúga, en miljónamær-
íngar einir hefðu tök á að ríða þessum yndislegu smáhestum þvert yfir
landið: ég held varla sé til sú skrifstofustúlka á íslandi, sem mundi
hika við að fá sumarfríið sitt framleingt um svosem mánuð, eða uppí
hálft ár, og fljúga til útlanda sér til skemtunar ef henni byði svo við að