Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 112
102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
manna Verkamannaflokksins blöskraði, er þeir heyrðu þessar uppljóstranir um
leynimakk Verkamannastjómarinnar við Bandaríkin meðan hún sat við völd.
Miðvikudagskvöldið hinn 5. marz má segja, að Verkamannaflokkurinn hafi klofn-
að, er 57 þingmenn greiddu ekki atkvæði með tillögu flokksstjórnarinnar, er lýsti
yfir stuðningi við vígbúnaðaráætlun stjórnarinnar, en vantrausti á, að Churchill
gæti framkvæmt hana!
Uppreisn Bevans og fylgismanna hans gegn hinni ráðandi flokksstjórn mun geta
haft hinar mikilvægustu afleiðingar fyrir stefnu Bretlands. Bevan sagði í umræðum
í neðri málstofu brezka þingsins, að loforð Churchills um stuðning við stefnu
Bandaríkjanna í Kína gæti orðið til þess, að endir yrði hundinn á hina sameigin-
legu utanríkisstefnu Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins.
Eftir að Bevan og fylgismenn hans rufu flokksagann hefur kveðið mjög við
annan tón frá bekkjum verkamannaflokksþingmannanna á Bretlandi. Verkalýðs-
hreyfing Bretlands fékk aftur sitt gamla málfar, er Bevan sagði neðri málstofunni,
að brezka og bandaríska stjórnin blekktu sjálfar sig ef þær héldu, að sjálfstæðis-
hreyfingar Asíuþjóða og Austurlanda væm til komnar fyrir samsæri Kremlbúa.
Það er langt síðan að brezkur stjómmálamaður hefur dirfzt að láta út úr sér
slík orð. En betra er seint en aldrei. Hvemig sem klofningurinn innan Verka-
mannaflokksins verður leystur, þá er víst um það, að brezk verkalýðshreyfing
verður ekki í framtíðinni eins mjúk í taumi og hún hefur verið. Hún hefur loks
spyrnt við fótum og neitar að halda áfram á þeirri breiðu glötunarbraut, er leið-
togar hennar hafa teygt hana út á.
Lissabonfundurinn varð beinn undanfari þess, að flokksdeila brezka Verka-
mannaflokksins brauzt út í ljósan loga. Nærri því samtímis varð enn ein stjómar-
kreppa á Frakklandi. Ævi hins fjórða franska lýðveldis virðist ætla að verða
skjögrandi ganga frá einni stjórnarkreppunni í aðra. Raunar er ekki annars að
vænta í landi, sem meinar stærsta stjórnmálaflokki landsins, kommúnistaflokkn-
um, alla þátttöku í ríkisstjórn, flokki, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta verka-
lýðsins að baki sér og innan vébanda sinna. Þegar háþróað iðnaðarland velur sér
jafnan ríkisstjórnir, sem eru á öndverðum meið við hinn skipulagsbundna verka-
lýð, en varðveitir í sama mund borgaraleg lýðræðisform, þá er þess ekki að vænta,
að ríkisstjómir í slíku landi verði grónar við embættið.
Fjárhag franska ríkisins má þessa stundina helzt líkja við fjármálaóreiðu Balk-
anríkjanna milli heimsstyrjaldanna. Frakkland hervæðir sig blátt áfram á hús-
ganginn. Ef fullnægja átti þeim kröfum, er Bandaríkin gerðu til vígbúnaðar
Frakklands á Lissabonfundinum, þá námu útgjöld til hernaðarþarfa 1400 milljörð-
um franka. Faure, forsætisráðherra Frakklands, fékk kríað út úr Bandaríkjunum
195 milljarða franka upp í þessa fúlgu, en þar í mót varð hann að skuldbinda sig
til að gera áætlun um 15% almenna skattahækkun. Faure gerði það að fráfarar-
atriði, ef skattahækkun þessi yrði ekki samþykkt, og varð í minni hluta í þinginu,
enda brugðust honum jafnvel hans eigin flokksmenn. Þegar þetta er ritað er
stjórnarkreppan að vísu leyst. Antoine Pinay hefur myndað stjóm með flestum
gömlu ráðherrunum, en sú lausn er aðeins stormahlé. Kreppa Frakklands er ekki