Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 88
78 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sig, rækta ekkert á því. Fyrsta árið vex ýmiskonar illgresi — tvíær grös og landið er ekki að neinu gagni, nema lítilsháttar til beitar. Á öðru ári yex mikill gróður af húsapunti, sem getur gefið talsverða heyuppskeru. Þriðja árið gefur venjulega enn betri heyfeng, en f jórða árið mjög lítinn. Þar sem fjölær grös vaxa myndast grasrót. Grösin hafa trefjarætur og renglur þeirra dreifa sér um jarðveginn í lárétta stefnu. Iiúsapuntur er skriðult gras og neðanjarðarstönglar hans þurfa mikið súrefni til að anda. En lífrænar jurtaleifar, sem safnazt hafa í jarðveginn efst, eyða öllu súrefni. Skilyrðin eru orðin svo loftfælin að húsapuntur getur ekki haldizt við, en önnur grös sem gefa mjög lítinn afrakstur koma í staðinn. En jarðvegurinn hefur nú aftur fengið sína kornóttu byggingu og er hæfur til plægingar á ný. Sáðskipti með þessari aðferð krefjast mjög mikils landrýmis. Hvíldar- og grastíminn er allt of langur. Húmus sem hefur bindikraft, eða virkur húmus, myndast við fyrsta stig rotnunar lífrænna efna. Þessi húmus getur orðið óvirkur við það að áhlaðið kalsíum hverf- ui eða skiptist fyrir ammoníum jóna eða loftkærar bakteríur eyða honum algjörlega. Þegar húmusinn er horfinn þarf jarðvegurinn að fá nýtt lífrænt efni til þess hann myndist aftur. Þetta er eitt af höfuðatriðunum við alla ræktun. Lífrænn áburður er nauðsynlegur fyrir jarðveginn. Jörð sem húsdýraáburður er borinn á verður betri til ræktunar. Það vita allir bændur. En þar fyrir er húsdýraáburður einn ekki trygging fyrir góðri uppskeru. Húmusinn myndast við starfsemi loftfælinna baktería. Þær breyta lífrænum efnum i önnur einfaldari lífræn efni. Eitt af fyrstu samböndunum sem myndast er húmus- sýra. Það er fyrsta stigið í myndun þeirrar tegundar af húmus sem hefur sementverk- un. Virkur húmus er í raun og veru úrgangsefni frá lífsstarfsemi loftfælinna baktería. En það er algilt lögmál að engin lífvera getur lifað á sínum eigin úrgangsefnum. Urgangsefni eins hóps lífvera getur aftur á móti verið fæða og orkugjafi lífvera af ólíkum stofni og með ólíka lífsstarfsemi. Kolsýra er t. d. úrgangsefni frá efnaskiptum manna og dýra. Dýr og menn geta því ekki notað kolsýru sem orkulind eða fæðu, en það geta grænar jurtir aftur á móti. Á sama hátt geta loftkærar bakteríur notað húm- usefni þau sem eru úrgangsefni loftfælinna baktería. Af þessu verður ljóst að áburðarlaus akur í hvíld getur ekki myndað virkan húmus eða komótta byggingu. En hvað skeður ef húsdýraáburður er borinn á? Til þess að not verði að húsdýraáburði þarf nauðsynlega að plægja hann niður, svo hann blandist moldinni vel. En með því móti skapast góð skilyrði fyrir starf lojt- kœrra baktería, en ekki húmusmyndun. Reynslan hefur sýnt að 80% af húsdýra- áburði sem borinn er á að vorinu breytist í steinefni yfir sumarið, þ. e. mjög lítill húmus safnast fyrir í jarðveginum. Þegar húsdýraáburður rotnar myndast mikið af ammóníumkarbónati. Húmus sem verður til úr mykju er því ekki virkur húmus. Hann leysist auðveldlega í vatni. Við loftkæra sundurgreiningu lífrænna efna myndast húmínsýra. Þar sem þetta er úrgangsefni frá loftkærum bakteríum verkar það sem eitur á þær. Ammoníak sem myndast við starfsemi bakteríanna er sömuleiðis eitur fyrir þær. Bezta ráðið til að hindra gerjun í sýnishorni af mold er einmitt að bæta í það 0.1% af ammoníaki. Þeg- ar loftkærar bakteríur kljúfa lífræn efni mynda þær sem sagt bæði húmínsýru og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.