Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 36
26 TIMARIT AIALS OG MENNINGAR fær svo mjög á mennina, að þeir rísa upp til að spyrja guð, hvers vegna jieir hafi eiginlega lifað. Þegar Jreir koma, eftir að hafa reikað um í ár- þúsundir, loksins auga á guð og bera fram hina brýnu spurning sína, hefur guð ekki svarið á reiðum höndum. Hann hefur augsýnilega ekki velt því sjálfur fyrir sér. Hann þykist ekki hafa haft neinn sérstakan lilgang í huga, aðeins gert eins vel og hann gat. En þegar hinir vitru halda áfrain að þjarma að guði, sýna fram á, hvað mennirnir verða að þola á jörðinni, og krefjast þess að fá einhverja skýringu á ]jví, jaá seg- ir guð auðmjúklega, en með nokkru sjálfsöryggi: „Eg er óbrotinn maður. Ég hef verið óþreytandi í starfi mínu. Ég hef ekki alið neinar |)rár í hrjósti, hvorki til gleði né sorgar, trúar né efasemda. Ég hef bara viljað, að J)ið ])yrftuð aldrei að gera ykkur ánægða með ekki neitt.“ Við ])etta svar slær þögn á hina vitru. Mennirnir hverfa smám saman aftur heim. „Þeir skildu ekki, höfðu aðeins hugboð um allt.“ Þannig er því einnig farið um Lagerkvist. Hann skilur ekki, en grunar á hinn bóginn einhverskonar samræmi. Orlög mannanna eru þung, en þeir hafa aldrei þurft að gera sig ánægða með ekki neitt. — Mikið er hlutverk barnanna í reikningsskilum mannanna við guð. „Með þau hafði ég engan tilgang,“ segir guð. „Ég var einungis hamingjusamur.“ Og svo undarlegt sem það er virðist þetta svar afvopna mennina fremur en allt annað. Það er eins og guð og mennirnir finni hver annan í kærleik- anum til barnanna. Það minnir mann á, að sum þýðustu og hlýjustu ljóð Lagerkvists segja frá samfundum við barnið, þar sem maðurinn er hinn auðmjúki þiggjandi og barnið flytur með sér ljós og hamingju frá öðrum heimi. Det eviga leendet er líklega ylríkasta verk Lagerkvists í óbundnu máli. Það er einnig með þeim fremstu frá listrænu sjónarmiði séð. Jafnvel í kyrlátum inngangnum, þar sem menn segja frá jarðvist sinni, tekst honum að ná óvæntri stígandi. Og þegar mennirnir hefjast handa, er sem við sjáum mynd af æstu hafróti. Þegai þeir hinsvegar hörfa aftur og veita lífinu viðtöku þrátt fyrir allt. líður að lokum frá- sagnar, eins og þegar hafrót stillist smám saman og kyrrist. Det eviga leendel getur minnt á tónlist, ekki vegna þess að frásögnin sé neitt til- takanlega tónræn, heldur fyrir þá sök, að höfundurinn fer með tema á þann hátt, sem hvergi viðgengst annars nema í tónlistinni. Það er raun- ar alls ekki neitt einsdæmi í ritum Lagerkvists. En brosið í skáldskap hans varð ekki eilíft. Næsta bókarnafn, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.