Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 40
30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hugmyndakerfum þessum finnur Lagerkvist svo ískalda mannfyrirlitn-
ing, að hann rís öndverður. En viðbrögð hans stjórnast ekki af blindu
hatri, heldur grípur hann til mannlegrar sjálfsprófunar. Honum hefur
að vísu aldrei dottið í hug, að mennirnir væru frá yzta horði til innsta
kjarna góðar verur. En áður hafði hann litið svo á, að það væri lífið,
sem gerði manninn þannig. Mennirnir voru eiginlega saklausir sjálfir.
Nú fellst liann á, að það búi eitthvað illt í mönnunum eða réttara sagt
eitthvað, sem hægt sé að nota i þjónuslu hins illa. Lagerkvist fyrirlítur
sálfræði, en hann hefur uppgötvað hið sama og sálfræðin. Það er
minnstur hluti mannsins, sem veil út í dagsbirtuna. Á bak við eru hin
máltugu öfl. sem stjórna okkur, og þau leiða okkur afvega, ef við kunn-
um ekki að stýra þeim. Þessi skilningur verður eitl af leiðarljósum
Lagerkvists í skáldskap rúman áralug. Víðfeðmi þess skáldskapar vex
af andstæðunum milli brattsækins fullkomnunarvilja mannsins og
hinna myrku afla innra með honum.
Fyrsta verkið af þessu tæi kom einmitt út 1933, sama árið og nazism-
inn komst lil valda í Þýzkalandi. Það er frásögn, er ber nafnið Bödeln
(Böðullinn). Henni er skipt í tvo hluta, sem eru hvor öðrum gerólíkir,
en hafa einn hlut sameiginlegan, böðulinn sjálfan, er situr þögull, hreyf-
ingarlaus í rauða kuflinum sínum. Sviðið er fyrst lítil miðaldakrá. og í
kringum böðulinn þvaðra einfaldar manneskjur í lotning og hjátrúar-
hrifning um vald hans til ills, en einnig til góðs. Þá er breytt um svið á
líkan hátt og tíðkast í kvikmyndum. 1 stað miðaldakrárinnar kemur
nútímaveitingahús með glamrandi jassmúsík. Böðullinn situr hreyf-
ingarlaus á sama stað, en kringum hann ólgar tryllt skemmtanalífið,
sem verður einungis trylltara við það, að skammbyssuskotum hafði
verið ldeypt af á negrahljómsveitina. Nærvera böðulsins lítur úl fyrir
að verka frekast eins og skemmtiatriði til að auka enn æsinginn. Þann-
ig er í sterkum andstæðum dregin fram tvenns konar afstaða til nivrkra-
valdsins, hjátrúarleg lotning eldri tíma og uppæst dýrkun þess nú á
tímum. Það eru tvær myndir, önnur ímyndunarríkt málverk, gerl eftir
gamalli þjóðtrú, hin miskunnarlaus skopteikning. Hástigi nær frásögn-
in, þegar böðullinn stendur uj)p og tekur til máls. Það er eins og allt
hörfi undan. Böðullinn einn gnæfir upp úr í yfirnáttúrlegri stærð. Ég
er yður Kristur, segir hann, styrjaldarvaki á jörðu og illur vilji mönn-
unum. En ein's og Kristur bíð ég einnig fórnardauðans, bíð þess að