Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 90
80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
en áhrifa þeirra gætir aðeins í efsta laginu, svo sem 2—5 cm niður. Þessvegna safnast
alltaf meira og meira af lífrænum efnum í jarðveginn með ári hverju og loftfælin
efnaskipti fá yfirhönd. Og eina aðferðin til að safna húmus í jarðveginn er sú að
rækta fjölærar grastegundir. Komakurinn verður að setja undir gras eftir vissan tíma
ti! að bœta jarðveginn, því það er einmitt tilgangurinn með sáðskiptum á akurlend-
inu en ekki að framleiða skepnufóður. Ræktun fóðurjurta fer fram niðri á láglend-
inu, í dalnum.
Reynslan hefur sýnt að tvö ár undir grasi nægja til þess að akurinn fái aftur kom-
ótta byggingu og eitt ár nægir þegar kerfið er komið á og aðeins er um það að ræða
að halda hinum rétta strúktúr við. Þá á að sá t. d. vallarfoxgrasi og smára eða lúserne
og húsapunti. Þegar búið er að slá halda nýir sprotar áfram að myndast í jarðveg-
inum og mynda nýjar rætur, þ. e. lífrænt efni heldur áfram að safnast í jarðveginn og
það deyr ekki fyrr en frost koma. Fjölæru grösin hafa miklar og tref jóttar rætur eins
og oft hefur verið tekið fram og þessar rætur dreifa sér um efstu 20 cm jarðvegsins.
Ásamt grösunum er einnig nauðsynlegt að sá belgjurtum. Þær mynda mikið protein
sem inniheldur köfnunarefni og brennistein. Við rotnun þeirra myndast því kalsíum-
nítrat og kalsíumsúlfat, þ. e. mikið myndast af kalsíum jónum sem hlaðast á
moldarkögglana og gera þá stabíla.
Heppilegt er að grasvöxturinn sé til helminga belgjurtir og grös, en til þess þarf
fræblandan að vera % belgjurtir + % grasfræ eftir þunga. Ekki nægir að sá grösum
eingöngu því þá myndast ekki virkur húmus. Ekki hentar heldur sama fræblandan
fyrir öll ræktarsvæði. Fyrir norðlæg svæði hentar t. d. vallarfoxgras + rauðsmári.
Grasakurinn á að plægja seint að haustinu, því að þá fæst loftfælinn bakteríugróður
i jarðveginn næsta vor og virkur húmus myndast og bygging jarðvegsins verður stabíl
og nú er hægt að rækta korn á akrinum næstu 6—7 árin. Það er mjög áríðandi að
vorhveiti sé sáð fyrst á eftir grasrækt en ekki vetrarhveiti. Vorsáið korn á að koma
fyrst og það á að vera tegund sem getur hagnýtt umfram köfnunarefni, sem safnazt
hefur í moldina. Á suðlægum svæðum er t. d. gott að nota hart vorhveiti. Þetta kom
er líka hægt að nota norðarlega með vomn.
Eftir það má rækta allar tegundir koms og einnig má rækta ýmsar teknískar jurtir
t. d. sykurrófur til skiptis fyrir korntegundir (þó ekki hafra), einnig iðnaðarkartöfl-
ui til sterkju- eða alkohólframleiðslu. Bæði sykurrófur og kartöflur á að rækta eftir
að mesta köfnunarefnið er búið úr jarðveginum. Sá jarðarávöxtur sem á að fá sem
allra minnst köfnunarefni er malt-bygg. Einærar belgjurtir eru einnig hæfar í akur-
sáðskiptum.
Það er mikill vandi að plægja grassléttuna þannig að moldin molni ekki of mikið.
Eftir plæginguna kemur svo auk þess herfing til að losna við kekki og samanhang-
andi strengi. Við þessar aðgerðir er hætt við að allmikill hluti moldarinnar verði að
dufti og gæði hennar rýrni því mjög.
Til þess að ráða bót á þessum annmarka hefur verið tekin upp notkun forplógs,
sem festur er framan á aðalplóginn. Forplógurinn er að öllu leyti eins og aðalplógur-
inn og samsíða honum, en miklu minni, aðeins % af stærð aðalplógsins. Plóghnífur-
inn, sem er hafður til þess að fá beint plógfar er framan á aðalplógnum. Forplógur-