Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 25
HEIMA OG HEIMAN 15 menn fyrir þegar landnámsmenn komu, í kríngum árið 874: „þeir er norðmenn kalla papa“. Ekki verður ráðið af Islendíngabók að norræn- ir menn og papar hafi þó hist að máli, heldur hafi hinir síðarnefndu hypjað sig á burt þegar þeir sáu að hér var að verða ólíft fyrir örtröð; „og létu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla,“ segir Ari „og af því mátti skilja“ heldur hann áfram „að þessir menn voru írskir“. Með öðrum orðum, þeir voru taldir írskir vegna þeirra gripa sem þeir létu eftir, m. a. bóka. En hver gat sagt að þetta væru írskar bækur? Ætli það hafi ekki staðið aftarlega í Ingólfi að lesa þær? Hafi menn verið í för, vanir að ræna bjöllum í mörgum löndum, og þannig mátt kallast sérfræðíngar í bjöllum, munu þeir að vísu fljótt hafa séð hvað voru írskar bjöllur, því mér vitanlega hafa hvergi verið hafðar ferstrendar bjöllur nema á írlandi. Þá víkur sögunni að böglunum. Bagall er eitt embættismerki biskupa og ábóta, og borinn aðeins þegar mikið er við haft; ég veit þess ekki dæmi að slíkt einkennismerki sé borið af lægri klerkum — þetta er að upphafi hirðisstafurinn. Orðið bagall er írska. Það er merkilegt séráparti að nafnið á hirðisstaf rómversku kirkjunnar skuli komið í íslenskt mál úr írsku, en ekki t. d. túngu þess lands þar sem fyrstur biskup okkar innlendur var upplærður, þýskunni, og heita þá eitthvað í líkingu við krummstab; eða úr latínunni sem útlendir biskupar, þjónandi hér fyrst eftir kristnitöku, mundu hafa not- að, cruciarius. Mér þykir næstum merkilegra að hitta í íslensku hið írska orð um þennan grip en hitt að íngólfur og þeir skyldu hafa fund- ið hér sjálfan gripinn, og ekki einn bagal heldur marga, árið 874, — en þessum fundi trúi ég nefnilega ekki þó einhver ráðvandur og sannorð- ur maður hafi sagt Ara 250 árum seinna. Ég trúi því ekki að hér hafi neinn biskup rómversku kirkjunnar alið manninn fyrir landnámstíð, hvað þá heldur margir. Og hitt jafnósennilegt að írar hafi flutt híng- að bagla án biskupa. Satt best að segja hef ég litla trú á að nokkur maður á íslandi hafi á 12. öld vitað hvað hér fanst eftir íra árið átta hundruð og eitthvað. Ég stórefast um að hér hafi verið nokkur nýlenda írskra papa þegar norðmenn bar að landi. Mér þykir trúlegra að svo greinagóð og mjög- skrifandi klerkastétt sem hin írska hefði í bókum haldið því til haga ef hér hefði nokkurntíma verið írskt aðsetur að marki. En þeir hafa kom- ið hér; og einhverjar minjar þeirra eða vegsummerki hafa eflaust fund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.