Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 119
UMSAGNIR UM BÆKUR 109 klefa, hlekkjaður, fyrir uppsteit um borð og tilræði við yfirmann skipsins, og gerir nú í einrúmi upp sakir sínar við tilver- una og máttarvöldin. Það er leitt að þurfa að neita sér um að tilfæra nokkuð úr þessum köflum. — Ellegar sá kaflinn, sen: byrjar á þessa leið: „Að vera maður — tja, það getur stundum orðið nógu óbjörgulegt að vera maður ... Það er ekki mikill vandi að vera til að mynda hrútlamb, maður bara fæðist eina vomótt úti í guðsgrænni náttúr- unni, kannski er hret og þá hniprar mað- ur sig saman og króknar án frekari um- svifa, en það getur líka alveg eins verið gott veður og þá bröltir maður strax á fót og skjönglast að spena móður sinnar og sýgur og sýgur. Og áður en varir er maður farinn að bíta gras, hornin á manni vaxa ótrúlega ört og eru orðin býsna digur þegar maður einhverntíma haustmánaðar er tekinn og skorinn. Maður hefur þá lifað eitt yndislegt sum- ar og það er nóg. En jafnvel þó maður væri settur á og bóndinn yrði heylaus og búinn að drepa mann úr hor fyrir sumar- má'. — hvað er það móts við hitt að vera maður sem hugsar en skilur ekki neitt?“ Þannig veltir Öfeigur grallari vöngum yfir ráðgátum tilvemnnar. Og komið svo og segið, að karlinn sé ómerkileg pers- óna og leiðinleg. Nei, Siglingin mikla er að minnsta kosti skemmtileg bók, gáfu- lega skrifuð bók, sönn bók í öllum meg- inatriðum og sannmannleg. 3 Er þá komið að þriðja og síðasta bindi, sem hefur hlotið nafnið Frelsisálfan. At- burðarás þessa bindis verður ekki hægt að rekja að neinu ráði. Höfundurinn sleppir ekki hendi af persónum sínum, og þar sem innflytjendahópurinn dreif- ist víðs vegar þegar vestur kemur, grein- ist sagan í allmargar kvíslar, er samein- ast þó að lokum í Nýja íslandi. Megin- kvíslin er vitanlega saga litlabæjarfjöl- skyldunnar, en á leiðinni vestur hafa henni bætzt tveir nýir meðlimir, miss Fimmsunntrína úr Vogum, fyrrum kcupakona hjá grallaranum og nú auð- vitað bamsmóðir hans. Fyrir sérlega til- skikkun örlaganna lendir þetta fólk í hinni miklu Síkakóborg. Guðríður Sar- onsrós heldur til Jútu til fundar við sinn brúðguma, Samson Jasonarson. Svo er þáttur Líkafróns Hriflukotungs og þjóð- sögunnar Ásu Signýjar Helgu í Vín- skonsu, þáttur Landshöfðingjans Ketils Bogasonar og guðsmannsins Ólafs Ólafs- sonar í Tórontó, þáttur Eiríks stórasann- leiks og hans fólks í Múskókahéraði, þáttur Guðrúnar í Öxl á enn öðrum stað — og ég veit ekki hvað. Af Ófeigi Snorrasyni er það skemmst að segja, að hann er ekki fyrr kominn til Ameríku en bitinn er úr honum allur bakfiskur. Frá þeirri stundu, er hann stígur fæti á frelsisálfuna, er hann á- nauðugur maður, gersamlega á valdi annarlegra afla og persóna. Fyrst er hann á valdi sinnar eilífðarmaskínu og sinna milljónadrauma, síðan er hann á valdi svindlarans Skagalíns, sem vefur honum um fingur sér, flekar af honum kistilinn Snorranaut með innihaldi og mölvar að lyktum eilífðarvélina hans mélinu smærra með sleggju. Þar næst hittum við hann sem verksmiðjuþræl, á snærum hinnar hvæsandi og hvítglóandi stálsuðu, og er ekki ófróðlegt að fylgjast með þessum íslenzka sveitarvölundi inn í þá nýmóðins smiðju. Svo tekur tukt- húsið við honum um hríð, svona eins og í tilbreytingarskyni, vegna þess að vík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.