Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 116
106 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR maður í frjálsu landi, færi að híma yfir nokkrum skítugum rollurössum í hvaða veðri sem væri, hvað þá að moka snjó úti á víðavangi eins og hvert annað óvalið fífl — upp á það mætti heila hafurtask- ið deyja drottni sínum fyrir sér. Þá mælti hin staðfasta húsfreyja þau orð sem síðan eru í minnum höfð: Ekki veit eg til hvers guð hefur skapað þig, Ófeigur." En grallarinn bara hlær og labbar sig út í smiðju, tekur nú að bardúsa við sína eilífðarmaskínu og lætur kvenfólk og krakka um að annast gegningar. Það eru hans viðbrögð við þrengingum hallæris- in. Þegar til stórræða dregur, verður lmnn þó að koma til skjalanna. Einn daginn er önnur kýrin í kotinu leidd á blóðvöllinn. Og á páskadagsmorgun tek- ur Ófeigur sig til, skálmar til fjárhúss með breddu ntikla í hendi og sker roll- urnar sínar, sem flestar eru orðnar reisa, nítján að tölu. Þar með er hann laus allra mála, „aldrei framar skal hann byggja sitt líf á saklausum skepnum ... Hann var beinlínis tindilfættur á heim- leiðinni. Það var fagurt í páskaskininu þetta hvíta land. Það var ljómandi land fyrir sauðlausan mann.“ Ég minnist þess ekki að hafa séð átak- anlegri mynd af harðæri og skepnufelli en hér er dregin, svo nakin er hún og hlífðarlaus. Hinn nöturlegi skopblær, sem brandarar grallarans og háttemi allt setur á frásögnina, magnar hana tvíefld- unt krafti. Með þessum atburðum er teningunum kastað. Nú er ekki um annað að gera en reyna að komast burt frá þessari dauðs- mannsey og freista gæfunnar hinum megin hafsins. Það em fleiri en Ófeigur, sem harðærið hefur leikið grátt. Og svo er boðað til fundar í Vaglasveit og stofn- að útflutningsfélag til að styrkja hina bágstöddustu til vesturfarar og þar með firra hreppsfélagið fyrirsjáanlegum ó- magaþyngslum. Á fundi þeim heldur Ó- feigur Snorrason ræðustúf, þar sem hann þakkar sveitungunum fyrir sig. Sú ræða er þannig vaxin, að okkur fer að verða meinlaust við Ófeig þennan grallara, en þvi miður er hér ekki rúm til að gefa neitt sýnishorn af henni. Dregur nú óðum að þáttaskilum, og hyggur litlabæjarfjölskyldan nokkuð misjafnt til umskiptanna. Sigurfljóð húsfreyja er heldur þung í taumi, en læt- ur þó við svo búið standa. Aftur á móti gengur Guðríður Saronsrós í draumsælli eftirvæntingarvímu, því að nú nálgast sú stund, er hún má skunda til móts við sinn rauðskeggjaða brúðguma í Jútu vestur. Ei: föður bónda, blindum og karlægum, tekst að hengja sig í léttanum sínum, svo bein hans þurfi ekki að fúna í ókunnri mold. Ófeigur bóndi lætur sér lítt bregða við þessa uppákomu, en er fljótur að hafa hendur á litlum kistli grænmáluð- um, sem karlhlúnkurinn hefur geymt undir höfðalagi sínu og alltaf legið á eins og ormur á gulli. Eftir það er bónda ekkert að vanbúnaði, og kannski er ekki örgrannt um að hann hyggi gott til glóð- arinnar áð komast í fjölkvænið þarna veitur í Jútu. 2 ArNAÐ bindi þessa sagnabálks, Sigling- in mikla, hefst áður en lagt er upp í sigl- inguna. Landflóttafólkið er komið til Saoðavíkurkauptúns og bíður skips. Ó- feigur uppgjafabóndi dvelst hjá vini sín- um, héraðslækninum, í góðu yfirlæti við daglegar veizlur og gnótt brennivíns, fanr.hvítar dúnsængur um nætur. Sjálf- ur faktorinn býður honum inn á skrif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.