Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 84
74 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jarðar. Undirlagið er hárpípukerfi, sem hefur fyllzt af vatni og hreyfingin niður á við hefur stöðvazt eða því sem næst. Þegar svo er komið er ekki hægt að koma meiru vatni niður í undirlagið hversu mikill þrýstingur sem notaður er. Þegar rignir á byggingarlausan jarðveg verður þrýstingurinn í yfirborðslögunum fljótt meiri en í lögunum fyrir neðan og vatnið streymir þá niður í hárpípur jarð- vegsins með hraða sem fer minnkandi eftir því sem neðar dregur og verður loks núlL Vatn safnast ])á fyrir á yfirborðinu í polla og tjarnir. Þetta vatn er auðvitað háð lög- máli þyngdarinnar. Það rennur því undan hallanum með jafnri flýtni eða jafnt vax- andi hraða. I jarðvegi sem hefur þessa eiginleika er rakamagnið ætíð tiltölulega lítið miðað við úrkomu. Sem nokkuð grófri áætlun fyrir mismunandi aðstæður má gera ráð fyrir að 30% af heildarúrkomunni — eða réttara sagt sumarúrkomunni — gangi nið- ui í jarðveginn, en 70% rennur burtu. Ef frost helzt í yfirborðinu allan veturinn safnast stöðugt vatn til yfirborðslaganna frá dýpri jarðlögum þar sem frost nær ekki til. Frá þessum lögum með hærra hitastigi og hærri rakaspennu gufar beinlínis upp vatn, sem svo þéttist og verður að klaka í yfirborðinu. Þetta þýðir að jarðvegurinn er algerlega vatnssósa þegar þiðnar á vorin og getur því ekki tekið við neinni úrkomu. Snjórinn sem þiðnar á yfirborðinu renn- ur líka burtu. Það er líka alkunnugt að jarðvegurinn er oft vatnssósa á vorin enda þótt haustið hafi verið þurrt og ekkert hafi snjóað yfir veturinn. Og það er líka einmitt á þessum tíma, sem moldar- og malarvegir eru ófærir af bleytu og for. Rakamagnið í byggingarlausum jarðvegi er háð mjög miklum sveiflum.Þegar hætt- ir að rigna byrjar uppgufun frá jarðveginum. Efstu lögin þorna fyrst og nú tekur vatnið í jarðveginum að streyma upp eftir hárpípunum sem einn samfelldur massi. Alveg gagnstætt því sem átti sér stað þegar vatnið var að síga í jarðveginn, streymir það nú upp á við með jöfnum eða jafnvel með vaxandi hraða, einkum ef vindur er eða sólskin hitar yfirborðið. Ástæðan er augljós: Uppgufunin frá yfirborðinu heldur stöðugt áfram og heldur við mismuninum í rakaspennu milli yfirborðsins og neðri jarðlaganna. Það er líka almenn reynsla að strúktúrlaus jarðvegur getur skrælnað á ótrúlega skömmum tíma ef vindur blæs. Uppskeran af svona jarðvegi er eins og bú- ast má við ærið misjöfn, góð eitt árið og kannski alls engin það næsta. Slíkur jarð- vegur er ýmist of rakur svo að loftkærar bakteríur geta ekki starfað — engin rotnun á sér stað, og þessvegna er engin næring til fyrir jurtimar, eða hann er of þurr — rotnun á sér stað að vísu og nægilegur næringarforði myndast, en jurtirnar fá ekkert að drekka og geta ekki vaxið af þeirri ástæðu. í jarðvegi með komóttri byggingu (komastærð 1—10 millímetrar) eru aðstæður allar miklu ákjósanlegri fyrir gróðurinn. Lögmál hárpípuaflsins gildir að vísu fyrir hreyfingu vatnsins í hverjum moldarköggli fyrir sig, en ekki fyrir jarðveginn í heild vegna þess að loftrúmin milli jarðvegsagnanna eru tiltölulega stór. Jarðvegurinn getur tekið á móti miklu vatni í einu vegna þess hve holrúmin milli kögglanna eru mikill hluti rúmmálsins. Ef öll þessi holrúm fyllast í miklu regni hyrjar vatnið að safnast í lög í undirjarðveginum en ekki á yfirborðinu eins og í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.