Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 48
38
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
rætast fyrr eða síðar: að sjá með eigin augum þennan draumadal og
kynnast honum. Hún er ekki alveg viss um hvað af vitneskju hennar
eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað hennar eigin heilafóstur, en það
skiptir hana engu. I vitund hennar eru það allt staðreyndir og fyrst og
fremst sagan um stúlkuna og fallegasta manninn. Þá sögu lifir hún á
hverju kvöldi meðan liana verkjar í hin ekki lengur ungu bein sín eftir
dagsins stril unz svefninn firrir hana bæði kvölum og sælu og býr hana
undir nýjan erfiðisdag og bætir honum af jafnri nákvæmni og rnisk-.
unnarleysi við aldur hennar.
Sjálf hefur hún alizt upp í þessu leiðinda sjávarþorpi. þar sem flest
það er augað leit var annað hvort óttalegt eða ófagurt. Til að mynda
hafið. Þessi mikli blái flötur, sem gæti þó helzt heillað hana og nærl
draumþrá hennar, er svo efnishvikull að hún getur aldrei fest traust á
honum. Aður en varir er hann búinn að taka á sig hinar ægilegustu
myndir, og kvak hans breytist fyrirvaralaust í öskur sem gera hana
hrædda. Og þó liann oft af gjafmildri rausn veiti strandbúum af auði
sínum er hann vís til að halda honum fyrir þeirn unz þeir örvænta. Og
hve margir hafa ekki orðið að horfa á ástvini sína hverfa í þetta svik-
ula djúp þegar þeir mældu afl sitt við það í baráttunni fyrir daglegum
þörfum sínum og sinna? Hér er ekki þess öryggis að vænta sem hin
góða jörð í dalnum veitir.
Og hver sem lílur þessa skökku timburkofa með möl eða skarni í
kring finnur hve raunalegt auðnuleysi þeim er áskapað er hér verða að
eyða lífdögum — hvergi gras, engin á, aðeins litlar lækjarsitrur stíflað-
ar af drasli. Og nöfn bústaða fólksins: Jónshús Gróuhús Gvendarhús
Sjóhús Innstahús — hús hús, enginn vottur hins fagra forna tungulaks,
engin saga, engin örlög í nafni, aðeins hús hús — eins og verið sé að
tala um grjón. Hvern furðar þá á því þó fólk liér sé heimóttarlegt lágt
og duglaust, og hvernig ættu æfintýri sterkra arma við hól og skóg og
ísi lagt fljót að geta gerzt í slíku plássi?
Raunar er Pálína ekki rnjög kunnug fólki hér þó hún hafi alltaf verið
innanum það og margt af því sé venzlafólk hennar. Tímafrekt strit hef-
ur hindrað kynnin, og þó hafa ef til vill ekki síður þrá hennar eftir
fjarlægri fegurð og draumar hennar um dalinn góða gert henni erfill
að umgangast þetta hversdagsfólk í fullri samstillingu. Þess vegna
höfðu íbúar þessa þorps i vitund hennar aðeins eina hlið, þá sem sneri