Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 20
10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eða fari helst á fyllirí í 24 klukkutíma. Það er einkennilegt að kynnast
svona hálfbörnum sem hafa móral gamalla úrkynjaðra drykkjurúta.
Þetta er eitt af því sem gerir únga íslendínga óskiljanlega og furðulega
í augum annarra þjóða. Vínmenníng er okkur lokuð bók, einsog svo
mörg önnur menníng, við skiljum ekki orðið. Áfeingi og fyllirí eru
hérumbil óaðskiljanleg hugtök fyrir íslendíngum. í hófi hjá rithöfund-
um í Moskvu spurði ég einusinni hvort ekki væri til gútemplararegla
þar í landi, en einginn skildi orðið né hafði heyrt slíkt fyrirtæki nefnt;
þeir báðu mig að skýra hvað ég ætti við. Jú menn gánga í félag um að
borða ekki áfeingi; það er unnið heit eftir orðum úr gamlatestament-
inu eða einhverri þesskonar bók, og haft inngángsorð, og það er hafð-
ur kapelán og það er súnginn sálmur, — eftir því sem ég útskýrði hlut-
inn nánar, eftir því skildu þeir minna, og loks skildi ég mig ekki sjálf-
ur, þetta var eins óleysandi þraut einsog að útskýra beina línu í Kína
eða bogna línu hjá majum í Perú. Og alt þetta til að drekka ekki glas
af víni? sögðu þeir. Til að drekka sig ekki fullan, sagði ég. Já en það er
spurníng um mannasiði, sögðu þeir; einginn maður sem kann almenna
mannasiði drekkur sig fullan. Hér í Sovét dreypa allir á áfeingi þegar
það á við. Að drekka sig fullan í eitt skifti, það er einsog verða fyrir því
óláni að detta oní pytt. Maður sem drekkur sig fullan að staðaldri á
heima á spítala.
I öllum þeim löndum þar sem ég hef komið utan íslands, er áfeingi
selt á veitíngahúsum smáum og stórum, þeim sem vilja veita það; í
flestum löndum fæst það í matvörubúðum; meiri hluti evrópumanna
drekkur áfeingi með hverri máltíð í venjulegu árferði, svipað og við
drekkum kaffi, vín eru auglýst í dagblöðum og tímaritum og á götun-
um; ekkert er jafnhversdagslegt og fjarri seremoníu einsog að fá sér
eitt glas af víni. Glas af víni er líka þáttur þess að rabba saman, það
eru öðru fremur hin fagurfræðilegu áhrif sem normalir menn sækjast
eftir í glasi af víni.
Hér á íslandi ímyndar löggjafinn sér áfeingi að því er virðist ein-
vörðúngu sem meðal til að fara á fyllirí. í vínverslun á íslandi fæst
til dæmis sjaldnast nokkurt þekt eða viðurkent vínmerki eftir smekk
manna sem hafa vínmenníngu, Áfeingisverslun Islands virðist miðuð
eingaungu við vínsmekkslausa alkóhólista, sem er sama hvað þeir
drekka, bara ef þeir verða fullir. Það er hvergi hægt að setjast inní