Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 101
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 91 III Deilan um Súezskurðinn Fyrir nokkru skrifaði bandarískur fréttaritari blaði sínu frá Kaíró á þessa leið: „I fyrsta skipti í sögu nútímans virðist pólitísk vakning hafa orðið með öreigum Egyptalands — og þeir voru reiðir þegar þeir vöknuðu.“ Það hefur löngum þótt auðvelt að stjórna Egyptum. Þjóð, sem fékkst til þess að reisa stærstu steinbygg- ingar, er gerðar hafa verið af mannahöndum, pýramídana, til þess að veita kon- ungum sínum og þjóðhöfðingjum óbrotgjaman og virðulegan legstað, hafði verið þjálfuð í slíkum aga, að uppreisnir eru undantekning í sögu hennar, og er hún þó elzt allra þjóða hnattarins og hefur búið við erlenda stjórn um hálft þriðja þús- und ára. En á 20. öldinni miðri, mestu byltingaöld sögunnar, hafa Egyptar loks vaknað af löngum svefni, og era reiðir. Veldi Breta á Egyptalandi hófst árið 1882, er þeir tóku það herskildi og skutu úr fallbyssum á Alexandríu. Svo sem bæði fyrr og síðar voru Bretar aðeins að „vernda líf og eignir brezkra þegna“, og lofuðu að hverfa á brott úr landinu þeg- ar kyrrð væri komin á. En þeir sitja þar enn. Egyptaland er lítill pinkill á reið- ingshesti brezka heimsveldisins, sem klyfjaður er loforðum öðru megin og svikum hinu megin. Sextán árum eftir að Bretar hreiðruðu um sig á Egyptalandi sölsuðu þeir undir sig Súdan fyrir sunnan það, og árið 1899 var gerður samningur með Egyptalandi og Bretlandi, er fól hið auðuga hérað Mið-Afríku samstjórn beggja. Árið 1869 var lokið við að grafa Súezskurðinn, af franskri verksnilli og fyrir franskt fjármagn að mestu leyti. Nokkrum árum síðar keypti Disraeli mestöll blutabréfin, á bak við enska þingið, fyrir lánsfé frá Rótschild, og var kaupverðið 1 milljón £. Árið 1949 var talið, að Bretland hefði fengið 63 milljónir £ í hreinan ágóða af skurðinum. Súezskurðarfélagið stjómar þessari miklu samgönguleið, Bretar eiga 44% hlutabréfanna og er það nóg til þess að ráða öllum málum fyrir- tækisins. Súezskurðurinn er einhver mikilvægasta samgönguleið veraldarinnar. Sjóleiðin frá London til Bombay á Indlandi styttist um 24 daga, frá Trieste til Bombay um 37 daga og frá Marseilles til Bombay styttist leiðin um helming. Við nyrðri enda skurðarins er borgin Port Said, Miðjarðarhafsmegin, en Súezborg við suðurend- ann, Rauðahafsmegin, miðja vega milli þessara borga er Ismailía, sem hefur kom- ið mikið við sögu Súezdeilunnar síðustu mánuði. Súez- er mesti vöruflutningaskurður í heimi. Árið 1950 fóru 11,751 skip um skurðinn og fluttu vörumagn, er nam 82 milljónum tonna. Vöruflutningarnir eru mestir frá suðri til norðurs, því að afurðir Asíu og nýlendnanna fara um skurðinn til Evrópu og Ameríku, skatturinn, sem stórveldin sjúga út úr heimi nýlendnanna. Árið 1950 voru rúmar 12 milljónir lesta fluttar suður eftir skurðinum, en 60,5 milljónir lesta norður eftir honum. Má af því ljóst vera að hér er lífæð heimsauð- valdsins, og Bretar halda hendinni um púlsinn. Þeir eiga á skurðsvæðinu ein- hverjar mestu herbúðir veraldarinnar, vopna- og skotfærageymslur. Um 60,000 egypzkra verkamanna vinna að staðaldri í herbúðum Breta á skurðsvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.