Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 49
FERÐALAG PÁLÍNU 39 að daglegu erfiði í öryggislausri lífsbaráttu. Hún skynjaði ekki að með þessu fólki Ieyndust æfintýri af sama toga og æfintýri stúlkunnar á hólnum. þó þau væru ekki eins gyllt í sniðum og dagdraumar hennar. Einni manneskju hafði hún þó kynnzt vel, vinkonu sinni sem dvalizt hafði í dalnum fagra, Olínu. Hún hafði lagt henni til efnivið í þessar fögru sýnir þó hún væri sjálf engin draumórakona heldur stefndi mark- víst að því að útvega sér atvinnu í dalnum af því henni fannst þar hjörgulegra og vissari framtíð vinnandi fólki en við sjávarsíðuna. Og frásagnir hennar um þennan furðudal voru hvergi nærri eins rósrauð- ar og þær urðu í huga Pálínu. Hún vildi koma Pálínu þangað svo hún kvoðnaði ekki niður í þessu innanhússstriti, en hún lofaði henni engum æfintýrum. 011 fágun þessarar myndar og fyrirheit voru verk Pálínu, og hún kærði sig ekki um annan veruleika en þessar draumsýnir. * Bréf til þín frá kærastanum! lJað er húsmóðir hennar sem hrópar þetta reykjandi inn í gufuna í þvottahúsinu. Sá er nú ekkert óhræsi; hann sendir þér peninga. Pálína skoðaði bréfið undrandi. Hún vissi að það var ekki frá nein- um kærasta og hún þekkti rithönd Ólínu. En hvers vegna var hún að senda henni peninga? Jæja, auðvitað hiðja hana að kaupa. Rella í manni. Hún var ekki mjög hrifin. Allt sem ekki var einskorðað við liennar vanastörf fannst henni óþarflega erfitt. Ætlarðu ekki að lesa það? Þú ert ekki forvitin. En Pálína stakk bréfinu í harm sinn og opnaði það ekki fyrr en hún var háttuð. I því voru nokkrir bankaseðlar — upp í ferðakostnað stendur í bréfinu. Það er hvorki meira né minna en að Ólína býður henni að heimsækja sig. Hún á nú heima í dalnum yndislega og hefur þar góða atvinnu, og hún lætur sig ekki muna um að gera henni ferða- lagið kostnaðarlaust, það lýsir gestrisni þeirra sem dalinn byggja. Og hver veit nema þú getir krækt þér í atvinnu hér um leið -— eða mann. Fögnuður heldur vöku fyrir Pálínu langt fram eftir nóttu, þrátt fyrir sára verki í hennar rosknu beinum. Hún fer alla ferðina í huganum hvað eftir annað. Það er stigið upp í góðan bíl. Samferðafólkið er kátt og skemmtilegt svo unaður er að söng þess og lausu hjali. Ekið um ókunnar sveitir í sólskini. Og loks komið í dalinn. Þar hefjast hin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.