Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 26
16 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ist hér að upphafi landnámsaldar, og örnefni verið heitin eftir þeim minjum; bjöllur eru t. d. meðal hluta sem kynnu að hafa fundist eftir þá; og einhver steinhróf á sjávarströndu eða í eyum, lík þeim sem þessir einsetumenn gerðu sér heima á írlandi, og svo í öðrum þeim papeyum (sem enn heita svo) þar sem þeir höfðu einbúasetur víða meðfram vesturströnd Bretlandseya. Hvernig horfa þessar íslandsferðir við írlandsmegin? Meðan ég var í Dýflinni var mér títt hugsað til írskra sæfara sem sigldu til Týlis áður en nokkur þjóð átti haffær skip; því þeir lögðu í hann, það er „fjallgrimm vissa“. Svo oft hefur frásagnarinnar um Týli hjá Dicuil, De mensura orbis terræ, verið getið í íslenskum ritum, að hér er um aungva nýlundu að ræða. Eftir hinum fræga stað hjá Dicuil hafa fróð- ir menn talið að írskir klerkar hafi verið hér staddir, sunnanvert á Austurlandi, hinn 21. júní árið 795. Þá er íngólfur Arnarson enn að- eins hugur guðs einsog gamla fólkið sagði, — gott ef þá hefur verið fæddur Orn faðir hans, sem Jón prófessor Jóhannesson efast reyndar um að hafi nokkurntíma verið til. En þeim til fróðleiks sem hafa ekki einsog ég handbæra klausuna úr Dicuil á íslensku, snara ég henni hér og prenta (hún hefur sjálfsagt oft verið betur þýdd áður): „Klerkar þeir er dvöldust á ey þessari frá því í febrúar og þángaðtil í ágúst, sögðu mér fyrir þrjátíu árum, að á sumarsólstöðum og dagana þar í kríng væri einsog kvöldsól hyrfi þar bakvið ofurlitla hæð rétt sem snöggvast, þó svo að ekki yrði myrkur þessa litlu stund, en verk- ljóst til hvers sem vera skyldi, svo sem til að tína lýsnar úr skyrtu sinni, einsog væri um hábjartan dag; og ef menn væru uppá háu fjalli hyrfi þeim líklega aldrei sólin. (Hér sleppi ég í þýðíngu nokkrum hugleið- íngum um sólargáng.) Þeir fara með ósannindi sem skrifað hafa að ey þessi sé umkríngd ís, og frá jafndægri á vori til haustjafndægra sé stöðug nóttleysa, en hinsvegar samhaldin nótt milli haustjafndægra og vorjafndægra; skýra fyrgreindir sjófarendur svo frá að þeir hafi geingið í land á eynni þó þeir kæmu þar í miklum frosthörkum; og meðan þeir voru á eynni skiftist á dagur og nótt nema um sólstöðurnar; en dægurs siglíngu í norður frá eynni hitta menn fyrir lagðan sjó.“ Þessi fræði Dicuils taka af allan vafa um það að írskir menn hafi verið á íslandi fyrir landnámstíð. Gaman er að því að þessi fræga klausa skuli einkum hafa það takmark að deila við aðra höfunda sem komið höfðu hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.