Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 87
JARÐVEGUR OG RÆKTUN 77 ar myndast ammóníak. Húmusinn sem þá myndast inniheldur því ammóníumsam- bönd, sem eru auðleyst í vatni og ammóníum-jónar hlaðast á moldaragnirnar. Sá húmus sem myndast af húsdýraáburði stenzt því ekki vatn. Ef nú er látin saman við moldina upplausn, sem inniheldur tvígildan málm t. d. kalsíum, þá verða jónskipti. Jarðvegsagnimar safna á sig kalsíum jónum en amm- óníum hverfur. En það þýðir að stabilt lím hefur myndast, því kvoðuagnir sem hafa safnað kalsíum á yfirborð sitt leysast ekki sundur í vatni. Jónskiptin geta reyndar einnig gengið á hinn veginn, kalsíumjónar horfið, og ammóníum jónar komið í staðinn. 011 úrkoma inniheldur ofurlítið af ammoníaki og verkar því uppleysandi á yfirborð jarðvegsins, þótt hann hafi hina réttu kornóttu gerð. Þessi verkun regnvatnsins nær allt að 10 cm niður. Jarðvegurinn getur auð- vitað einnig molnað vegna mekaniskra áhrifa t. d. ef farið er um akurinn með hesta eða mjög þung verkfæri eins og valtara, herfi eða dráttarvélar. Loks getur bygging jarðvegsins eyðilagzt af líffræðilegum ástæðum þ. e. fyrir starf- semi jarðvegsbaktería. Loftkærar bakteríur sundra öllu lífrænu efni og einnig húm- usnum, sem límir jarðvegsagnimar. Það er því óhjákvæmileg afleiðing akuryrkjunn- ar að gerð moldarinnar eyðileggst, og hana verður að mynda aftur með einhverj- um ráðum. Efstu 10 cm jarðvegsins missa sem sagt auðveldlega hina kornóttu byggingu sína af þremur ástæðum: 1) vegna molnunar undan þunga 2) vegna regns og fýsískra og kemískra breytinga í því sambandi 3) vegna starfs baktería. — Þetta efsta lag mun því sýna mikla samloðun og mótstöðu gegn plægingu. Plæging. Akur í hvíld. Grasakurkerfið Það er augljóst að plæging og herfing breyta nokkmm hluta moldarinnar í duft. Eftir grunna plægingu og margfalda yfirferð með gaddaherfi er 50—60% moldar- innar orðið að dufti og það er miklu meira en nóg til að moldin verði í heild strúktúr- laus og óheppileg til ræktunar. I stað gaddaherfisins kom fyrst diskaherfið til að koma í veg fyrir of mikla molnun. Þetta nægir þó enganveginn ef grunnt er plægt. Næsta umbót var djúpplæging með plógum af sérstakri gerð sem ristu 20—25 cm og sneru strengnum alveg við (um 180°). Þessi aðferð hafði ýmislegt til síns ágætis, en líka ýmsa galla. Auðvitað verður að fara yfir landið á eftir með diskaherfi til þess að hægt sé að sá í það, en næringarskilyrði eru góð fyrst í stað. Það verður mjög ör sundurgrein- ing lífrænna efna. Orust verður rotnun þeirra efna sem innihalda köfnunarefni og mikið myndast af nítrötum, einkum ef um áður óræktað land er að ræða. Á slíku landi er sjálfsagt að rækta fyrsta árið jurtir sem þurfa mikið köfnunarefni svo sem melónur, gúrkur, grasker og fleiri garðávexti. Uppskera verður þá venjulega mjög góð. Á öðru ári má sá komi, en moldin er nú orðin strúktúrlaus og nauðsynlegt er að sá snemma, ef sæmileg uppskera á að fást. Á þriðja ári hefur jarðvegurinn molnað enn meira eftir nýja herfingu og uppskera er mjög óviss — er alveg háð úrkomunni og getur því bmgðizt með öllu. Þegar hér var komið var siður að láta landið hvíla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.