Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 19
HEIMA OG HEIMAN 9 flagg í vegarbrún, eða spjald með orðinu „lífshætta“, ef einhversstaðar er hola rúmlega á stærð við djúpan disk á fimtíu kílómetra leið. Ég ók ■oft í sumar á vegum í Normandí þar sem altíeinu stóð: „stórhættulegt, farið gætilega næstu hundrað (eða tvö hundruð, eða fimm hundruð) metra: bombardéraður vegur.“ Þessir spreingdu vegir eru minjar stríðsins. Aldrei kom þó fyrir að slíkir „lífshættuvegir“ væru lakari ■en þjóðbrautin um nærsveitir Reykjavíkur flesta daga ársins. Ef ein hola finst á 50 km. leið á akvegum erlendis, þá er það talin skemd í vegi, — hvað þá ef holurnar verða ekki taldar í smærri einíngum en miljón, eins- ■og algeingt er á „akbrautunum“ í nágrenni höfuðstaðarins, og jafnvel stundum í bænum sjálfum. Vegaverkfræðíngur hefur sagt mér að alstað- arnema á Islandi sé ofaníburður í veg blandaður með tilliti til slitgæða áðuren hann er notaður. Ég er hræddur um að það séu vegirnir fremur ■en ökumennirnir sem gera bifreiðaakstur hlægilegan í augum útlendínga á íslandi. Ég drep á þessi ökumál af því svo vill til að obbann úr árinu ek •ég sjaldan mikið undir hundrað kílómetrum á dag á þjóðvegunum í nágrenni höfuðborgarinnar; aftur á móti gat ég fáu svarað hinum írska vini mínum til um whisky-drykkju íslendínga, vegna þess að ég kann sjálfur ekki að drekka þennan vökva. Mér þykir viskídrykkja best einsog sú var, sem ég lenti einmitt í með nokkrum írum á dögunum: það var setið yfir sama grogginum alt kvöldið og ég sá ekki betur en allir væru ánægðir. Útlendíngar segja að ef tekið sé á flösku af víni þar sem íslendíngur sé nær, þá sitji hann þángað til flaskan er tóm. Þegar í útlöndum er boðið uppá eitt glas af víni, þá er venjulega átt við eitt glas. Ég var um daginn staddur á heimili þar sem húsbóndinn er mikill maður í sínu landi: okkur gestum var boðið uppá eitt glas af sherry. Það var ekki komið með flöskuna, heldur skeinkt í glösin áður •en þau voru borin inn, vel hálft glas á stærð við eggjabikar fyrir hvern mann, og síðan ekki boðið í glasið aftur; menn léku með þennan dreytil milli fíngranna hátt uppí tvo tíma; þetta var mjög skemtilegt og andríkt samkvæmi. Svona samkvæmi er erfitt að hugsa sér meðal ís- lendínga. Landar okkar, jafnvel úngir menn, t. d. stúdentar hálfgert á barnsaldri, hafa sömu afstöðu gagnvart víni og gamlir alkóhólistar; þeir segja einsog drykkjusjúklíngar, að ef þeir fái glas, þá „kvikni í þeim“, og þeir séu ekki í rónni nema þeir tæmi flöskuna og aðra flösku,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.