Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 19
HEIMA OG HEIMAN
9
flagg í vegarbrún, eða spjald með orðinu „lífshætta“, ef einhversstaðar
er hola rúmlega á stærð við djúpan disk á fimtíu kílómetra leið. Ég ók
■oft í sumar á vegum í Normandí þar sem altíeinu stóð: „stórhættulegt,
farið gætilega næstu hundrað (eða tvö hundruð, eða fimm hundruð)
metra: bombardéraður vegur.“ Þessir spreingdu vegir eru minjar
stríðsins. Aldrei kom þó fyrir að slíkir „lífshættuvegir“ væru lakari
■en þjóðbrautin um nærsveitir Reykjavíkur flesta daga ársins. Ef ein hola
finst á 50 km. leið á akvegum erlendis, þá er það talin skemd í vegi, —
hvað þá ef holurnar verða ekki taldar í smærri einíngum en miljón, eins-
■og algeingt er á „akbrautunum“ í nágrenni höfuðstaðarins, og jafnvel
stundum í bænum sjálfum. Vegaverkfræðíngur hefur sagt mér að alstað-
arnema á Islandi sé ofaníburður í veg blandaður með tilliti til slitgæða
áðuren hann er notaður. Ég er hræddur um að það séu vegirnir fremur
■en ökumennirnir sem gera bifreiðaakstur hlægilegan í augum útlendínga
á íslandi.
Ég drep á þessi ökumál af því svo vill til að obbann úr árinu ek
•ég sjaldan mikið undir hundrað kílómetrum á dag á þjóðvegunum í
nágrenni höfuðborgarinnar; aftur á móti gat ég fáu svarað hinum
írska vini mínum til um whisky-drykkju íslendínga, vegna þess að ég
kann sjálfur ekki að drekka þennan vökva. Mér þykir viskídrykkja best
einsog sú var, sem ég lenti einmitt í með nokkrum írum á dögunum:
það var setið yfir sama grogginum alt kvöldið og ég sá ekki betur en
allir væru ánægðir. Útlendíngar segja að ef tekið sé á flösku af víni
þar sem íslendíngur sé nær, þá sitji hann þángað til flaskan er tóm.
Þegar í útlöndum er boðið uppá eitt glas af víni, þá er venjulega átt
við eitt glas. Ég var um daginn staddur á heimili þar sem húsbóndinn
er mikill maður í sínu landi: okkur gestum var boðið uppá eitt glas af
sherry. Það var ekki komið með flöskuna, heldur skeinkt í glösin áður
•en þau voru borin inn, vel hálft glas á stærð við eggjabikar fyrir hvern
mann, og síðan ekki boðið í glasið aftur; menn léku með þennan
dreytil milli fíngranna hátt uppí tvo tíma; þetta var mjög skemtilegt og
andríkt samkvæmi. Svona samkvæmi er erfitt að hugsa sér meðal ís-
lendínga. Landar okkar, jafnvel úngir menn, t. d. stúdentar hálfgert á
barnsaldri, hafa sömu afstöðu gagnvart víni og gamlir alkóhólistar;
þeir segja einsog drykkjusjúklíngar, að ef þeir fái glas, þá „kvikni í
þeim“, og þeir séu ekki í rónni nema þeir tæmi flöskuna og aðra flösku,