Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 78
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lega er mikilvægt að grænfóðrið inniheldur þau fjörefni sem skepnurnar þurfa að fá til þess þær séu heilsuhraustar og gefi góðan arð. Við höfum hér á undan nefnt tvo grundvallarþætti landbúnaðar, jurtarækt og hús- dýrarækt. Við komum nú að þeim þriðja, nefnilega jarðvegsræktinni. 011 þessi þrjú höfuðatriði eru hvert öðru háð og ekkert þeirra má vanrækja. Rússneski vísindamað- urinn Dokútsjaéf, sem lagði grundvöllinn að jarðvegsfræðinni sem sérstakri vísinda- grein, nefndi jarðveginn fjórða ríki náttúrunnar. Hin þrjú eru auðvitað steina- jurta- og dýraríkið. I iðnaðinum fer framleiðslan fram í verksmiðjum þar sem hráefnum og orku er safnað saman á einn stað. Þetta er ekki hægt að gera í landbúnaðinum. Ræktunin hlýtur að vera dreifð yfir stórt svæði eins og næringarefnin Ijósið og hitinn og jarð- vegurinn, sem jurtirnar eru bundnar við. Vatnið er mjög mikilvægt efni fyrir alla ræktun. Jurtirnar taka til sín næringar- efni í vatnsupplausn og þau verða því að vera leysanleg í vatni. Hinsvegar getur einnig verið hætta á að næringarefnin þvoist burtu úr jarðveginum vegna þess að þau eru vatnsleysanleg. Þessi hætta er mest snemma á vorin þegar leysingar eru. Einnig er hætta á því sama í haustrigningum. Loks er þess að gæta að á hverju hausti er mikið af steinefnum f jarlægt úr jarðveginum með uppskerunni. Akuryrkja getur því ekki staðizt til lengdar án áburðar. Með tilliti til ræktunar er landslagið aðallega þrennskonar 1) vatnaskil þ. e. há- lendi og hásléttur 2) hlíðar þ. e. hallandi land 3) dalir og láglendi. Á vatnaskilum nemur vatnið ekki staðar í jarðveginum. Það sígur fyrst lítið eitt niður og rennur síðan til hliðanna undan hallanum. Á vatnaskilum hafa jurtirnar nægilegt vatn að- eins þegar rignir, en niðri í dölunum er jarðvegurinn stöðugt rakur og oftast mett- aður af vatni. Það er mjög takmarkað hve mikið vatn getur sigið niður í jarðveginn. Yfirborð grunnvatnsins hækkar því stöðugt frá vatnaskilum niður í dalinn. í sam- ræmi við þetta verður að haga ræktuninni á hinum mismunandi svæðum landslags- ins. Eins og tekið var fram áður eru fjögur höfuðskilyrði nauðsynleg fyrir vöxt og þroska jurtanna: 1 jós, hiti, næring, vatn. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að ákveða þýðingu og áhrif hvers þáttar um sig. Kunnastar og elztar eru tilraunir Hell- riegels um vatnsþörf jurtanna. Hellriegel ræktaði bygg í 8 glerkrukkum þar sem öll vaxtarskilyrðin voru eins, nema mismunandi raki. Rakamagnið var mælt sem hundr- aðshluti af fullri mettun moldarinnar. Niðurstaða tilraunarinnr var sú að vöxtur jurtanna óx með auknu rakamagni upp að vissu marki sem reyndist 60%, en fór minnkandi með vaxandi raka frani yfir það. Krukkan með 5% raka gaf mjög lítinn vöxt og í krukkunni þar sem moldin var mettuð með vatni — rakinn 100%, óx alls ekkert. Þessi tilraun og margar hliðstæðar virðist styðja þá skoðun sem lengi hefur verið ríkjandi, að afrakstri landsins væru þau takmörk sett af náttúrunni, að ekki þýddi að auka gróðrarskilyrðin fram yfir visst mark. Hagnaður miðað við fyrirhöfn færi minnkandi eftir að ákveðnum hagkvæmasta árangri væri náð. Þetta var kallað lög- málið um minimum, maximum og optimum, eða lágmark, hámark og hagkvæmasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.