Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 78
68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lega er mikilvægt að grænfóðrið inniheldur þau fjörefni sem skepnurnar þurfa að
fá til þess þær séu heilsuhraustar og gefi góðan arð.
Við höfum hér á undan nefnt tvo grundvallarþætti landbúnaðar, jurtarækt og hús-
dýrarækt. Við komum nú að þeim þriðja, nefnilega jarðvegsræktinni. 011 þessi þrjú
höfuðatriði eru hvert öðru háð og ekkert þeirra má vanrækja. Rússneski vísindamað-
urinn Dokútsjaéf, sem lagði grundvöllinn að jarðvegsfræðinni sem sérstakri vísinda-
grein, nefndi jarðveginn fjórða ríki náttúrunnar. Hin þrjú eru auðvitað steina- jurta-
og dýraríkið.
I iðnaðinum fer framleiðslan fram í verksmiðjum þar sem hráefnum og orku er
safnað saman á einn stað. Þetta er ekki hægt að gera í landbúnaðinum. Ræktunin
hlýtur að vera dreifð yfir stórt svæði eins og næringarefnin Ijósið og hitinn og jarð-
vegurinn, sem jurtirnar eru bundnar við.
Vatnið er mjög mikilvægt efni fyrir alla ræktun. Jurtirnar taka til sín næringar-
efni í vatnsupplausn og þau verða því að vera leysanleg í vatni. Hinsvegar getur
einnig verið hætta á að næringarefnin þvoist burtu úr jarðveginum vegna þess að
þau eru vatnsleysanleg. Þessi hætta er mest snemma á vorin þegar leysingar eru.
Einnig er hætta á því sama í haustrigningum. Loks er þess að gæta að á hverju
hausti er mikið af steinefnum f jarlægt úr jarðveginum með uppskerunni. Akuryrkja
getur því ekki staðizt til lengdar án áburðar.
Með tilliti til ræktunar er landslagið aðallega þrennskonar 1) vatnaskil þ. e. há-
lendi og hásléttur 2) hlíðar þ. e. hallandi land 3) dalir og láglendi. Á vatnaskilum
nemur vatnið ekki staðar í jarðveginum. Það sígur fyrst lítið eitt niður og rennur
síðan til hliðanna undan hallanum. Á vatnaskilum hafa jurtirnar nægilegt vatn að-
eins þegar rignir, en niðri í dölunum er jarðvegurinn stöðugt rakur og oftast mett-
aður af vatni. Það er mjög takmarkað hve mikið vatn getur sigið niður í jarðveginn.
Yfirborð grunnvatnsins hækkar því stöðugt frá vatnaskilum niður í dalinn. í sam-
ræmi við þetta verður að haga ræktuninni á hinum mismunandi svæðum landslags-
ins.
Eins og tekið var fram áður eru fjögur höfuðskilyrði nauðsynleg fyrir vöxt og
þroska jurtanna: 1 jós, hiti, næring, vatn. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að
ákveða þýðingu og áhrif hvers þáttar um sig. Kunnastar og elztar eru tilraunir Hell-
riegels um vatnsþörf jurtanna. Hellriegel ræktaði bygg í 8 glerkrukkum þar sem öll
vaxtarskilyrðin voru eins, nema mismunandi raki. Rakamagnið var mælt sem hundr-
aðshluti af fullri mettun moldarinnar. Niðurstaða tilraunarinnr var sú að vöxtur
jurtanna óx með auknu rakamagni upp að vissu marki sem reyndist 60%, en fór
minnkandi með vaxandi raka frani yfir það. Krukkan með 5% raka gaf mjög lítinn
vöxt og í krukkunni þar sem moldin var mettuð með vatni — rakinn 100%, óx alls
ekkert.
Þessi tilraun og margar hliðstæðar virðist styðja þá skoðun sem lengi hefur verið
ríkjandi, að afrakstri landsins væru þau takmörk sett af náttúrunni, að ekki þýddi
að auka gróðrarskilyrðin fram yfir visst mark. Hagnaður miðað við fyrirhöfn færi
minnkandi eftir að ákveðnum hagkvæmasta árangri væri náð. Þetta var kallað lög-
málið um minimum, maximum og optimum, eða lágmark, hámark og hagkvæmasta