Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 111
ANNÁLLERLENDRA TÍÐINDA 101 vini sína og bandamenn. En ummæli þess verða skiljanlegri þegar athugaðir eru viðburðir þeir, er urðu strax að Lissabonfundinum loknum. IV Afleiðingar Lissabonfundarins Varla var blekið fyrr þornað á samþykktum Lissabonfundarins en pólitísk kreppa gaus upp í stjómarandstöðu Hennar Hátignar, brezka Verkamannaflokkn- um, en fjárhags- og stjómarkreppa lagðist að Frakklandi. Þess var getið í Annál erlendra tíðinda á síðastl. ári, að mikil pólitísk kreppa væri að búa um sig í Verkamannaflokknum brezka. Þetta er nú komið fram. Or- saka hennar má að nokkru leita í ósigri Verkamannaflokksins í kosningunum í október 1951, en hún er þó fyrst og fremst tjáning og tákn þeirrar almennu kreppu, sem brezka heimsveldið er statt í og og vígbúnaðurinn hefur aukið um allan helming. Brezka yfirstéttin er farin sjálf að finna til þess, að Bretland getur ekki til lengdar staðið undir hinum æðisgengna vígbúnaði, sem Bandaríkin hafa lagt því á herðar. Og sú skoðun verður almennari, jafnvel meðal hinnar brezku liástéttar, að hervæðing Bretaveldis í svo ríkum mæli sé ekki hagsmunum þess til þrifnaðar, að Bretland sé ekki lengur konungur dýranna í frumskógum auðvalds- ins, heldur hlekkjaður þræll á galeiðu hinnar nýju Karþagóborgar — Banda- ríkjanna. Meðan Lissabonfundurinn var háður gaf brezka íhaldsstjórnin út Hvít- bók, þar sem gerð var grein fyrir fjárhag Bretlands og greint frá því, að hervæð- ingaráætlunin um 4,700 milljónir £ fjárveitingu til fjögurra ára yrði ekki fram- kvæmd nema á lengri tíma. Þessi fjárhagsáætlun var arfur, er íhaldsstjórnin fékk frá Verkamannaflokksstjórn Attlees. Viðskiptajöfnuði Bretlands hefur hrakað ægilega á árinu 1951, vegna óhag- stæðrar verðlagsmyndunar, er á rætur sínar að rekja til vígbúnaðarkapphlaups þess, er Bandaríkin áttu upptök að. Um 40% af útflutningi Bretlands kemur frá málmiðju þess, en um 80% af vígbúnaðarframleiðslunni sækir allt sitt til málm- iðjunnar. Bretland á því ekki nema um tvo kosti að velja: draga úr útflutningi sínum eða draga úr hergagnaframleiðslu sinni. Reikningsdæmið er ósköp einfalt, en brezka íhaldsstjórnin vill hreppa þriðja kostinn: auka bæði útflutninginn og hergagnaframleiðslu, hvorttveggja á kostnað almennings. Þegar svo var komið málum var ekki lengur hægt að berja í bresti Verkamannaflokksins. Eftir heimkomu Churchills úr Bandaríkjaför sinni sökuðu leiðtogar stjórnar- andstöðunnar hann um, að hann hefði lofað Truman Bandaríkjaforseta að leggja út í styrjöld gegn Kína, ef svo bæri undir. Churchill neitaði þessu, en henti skeytið á lofti og varpaði því aftur að stjórnarandstöðunni: Attlee og stjórn hans hefðu heitið Bandaríkjunum stuðningi í styrjöld við Kína, ef miklar loftárásir yrðu gerðar á heri Bandaríkjanna í Kóreu frá flugvöllum á kínversku landi. Skeyti Churchills hitti. Attlee varð svarafátt, en flestum hinna óbreyttu þing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.