Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 106
96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
horfum sinnar veraldar af miklu bölsýni. Hið bandaríska fjármálablað, „Magazine of
Wall Street“ komst til dæmis svo að orði í áramótaleiðara sfnum: „Ef maður virðir
fyrir sér atvinnulegt og hernaðarlegt ástand svo sem það er nú í Vestur-Evrópu, þá
kemst maður að þeirri niðurstöðu, að styrkleikavígstaðan í Vestur-Evrópu er vonar-
draumur einn.“
Aðalmálgagn hins brezka auðvalds „Economist“ metur atvinnuhagi Marshallland-
anna á þessa lund í grein hinn 5. janúar 1952: „Það er háði líkast, að eftir fjögurra
ára samvinnu skuli Evrópa vera í sömu sporum og árið 1947. Evrópu hungrar eftir-
sem áður eftir dollurum, flest lönd hafa enn allmikinn óhagstæðan verzlunarjöfnuð
við lönd handan hafsins. Enn sem fyrr reyna löndin án árangurs að verjast verð-
bólgunni, í sama mund og nauðsynin á að auka framleiðslugetuna er jafn mikil og
áður.“
Árangurinn af heimsvaldastefnu Bandaríkjanna er því jafn neikvæður, hvort sem
litið er í austur eða vestur. I Austur-Asíu hafa Bandaríkin misst öll áhrif á megin-
landi Kínaveldis, flækt sig inn í vafasama styrjöld í Kóreu og einangrað sig þar
jafnvel frá vinum sínum og frændaliði. í Vestur-Evrópu hafa þau steypt hinum
borgaralegu ríkjum út í slíka atvinmióreiðu, að vart verður séð, hvernig þau mega
bjargast frá gjaldþroti. Ríki Vestur-Evrópu mættu taka sér í munn orð hins róm-
verska skálds — með örlítilli orðabreytingu: — Timeo Americanos, et dona ferentes
— ég óttast Ameríkana, jafnvel þegar þeir koma færandi gjafir!
En í sama mund og kreppan, efnahagsleg og stjórnmálaleg, leggst að ströndum
heimalandanna, fer upplausnin vaxandi í hinum gömlu nýlendum stórveldanna og
áhrifasvæðum. Uppdráttarsýki borgaralegra heimsyfirráða er í algleymingi. Frakk-
land berst vonlausri baráttu í Indó-Kína til að viðhalda völdum í þessari gömlu ný-
lendu sinni, og hefur þegar eytt 1200 milljörðum franka í „hið sauruga stríð“. Eng-
land hefur bundið 100.000 manna her á Malajaskaga, eyðir og brennir byggðir
hinna innfæddu manna, en er þó engu nær sigri en þegar stríðið hófst. Kosningarn-
ar á Indlandi hafa fært kommúnistaflokknum indverska og þjóðfylkingu hans mik-
inn sigur. Og loks logar allur hinn arabíski heimur stafna á milli, austan frá
Persaflóa vestur í Marokkó við Atlanzhaf. Viðburðirnir í Persíu og Egyptalandi
liafa til þessa afstýrt því, að Bandaríkin gætu kúgað hin arabísku lönd inn í „At-
lanzhafsbandalag" Miðausturlanda. Andstæðurnar í valdakerfi auðvaldsins hafa
reynzt ofjarl bandarískum áróðri. Áhrifavald þessa áróðurs fer sýnilega dvínandi.
Bandarísk blöð og bandarískir stjómmálamenn hafa viðurkennt þetta upp á síð-
kastið. Forstjóri sá, Bissel að nafni, er sér um vopnasendingar frá Bandaríkjunum
til Vestur-Evrópu, komst svo að orði í desember síðastl.: „Áhrif Bandaríkjanna á
almenningsálitið í heiminum hefur dvínað óhugnanlega á liðnu ári, því að menn
urðu sannfærðir um, að vér viljum vígbúnað, og að sérhver fyrirsláttur, að vér vilj-
um eitthvað annað, fær enga áheym hjá fólki.“
Málgagn bandarískra auðjöfra, ÍP'all Street Journal, komst að sömu niðurstöðu,
þótt með öðrum orðum væri: „Það er ekki um að kenna gæðum auglýsingarinnar,
að áróðursherferðin fyrir utanríkisstefnu vorri hefur farið í hundana, heldur er
það að kenna vörunni, sem á boðstólum er. Ef vér eigum góða vöru, þá ná auglýs-