Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 106
96 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR horfum sinnar veraldar af miklu bölsýni. Hið bandaríska fjármálablað, „Magazine of Wall Street“ komst til dæmis svo að orði í áramótaleiðara sfnum: „Ef maður virðir fyrir sér atvinnulegt og hernaðarlegt ástand svo sem það er nú í Vestur-Evrópu, þá kemst maður að þeirri niðurstöðu, að styrkleikavígstaðan í Vestur-Evrópu er vonar- draumur einn.“ Aðalmálgagn hins brezka auðvalds „Economist“ metur atvinnuhagi Marshallland- anna á þessa lund í grein hinn 5. janúar 1952: „Það er háði líkast, að eftir fjögurra ára samvinnu skuli Evrópa vera í sömu sporum og árið 1947. Evrópu hungrar eftir- sem áður eftir dollurum, flest lönd hafa enn allmikinn óhagstæðan verzlunarjöfnuð við lönd handan hafsins. Enn sem fyrr reyna löndin án árangurs að verjast verð- bólgunni, í sama mund og nauðsynin á að auka framleiðslugetuna er jafn mikil og áður.“ Árangurinn af heimsvaldastefnu Bandaríkjanna er því jafn neikvæður, hvort sem litið er í austur eða vestur. I Austur-Asíu hafa Bandaríkin misst öll áhrif á megin- landi Kínaveldis, flækt sig inn í vafasama styrjöld í Kóreu og einangrað sig þar jafnvel frá vinum sínum og frændaliði. í Vestur-Evrópu hafa þau steypt hinum borgaralegu ríkjum út í slíka atvinmióreiðu, að vart verður séð, hvernig þau mega bjargast frá gjaldþroti. Ríki Vestur-Evrópu mættu taka sér í munn orð hins róm- verska skálds — með örlítilli orðabreytingu: — Timeo Americanos, et dona ferentes — ég óttast Ameríkana, jafnvel þegar þeir koma færandi gjafir! En í sama mund og kreppan, efnahagsleg og stjórnmálaleg, leggst að ströndum heimalandanna, fer upplausnin vaxandi í hinum gömlu nýlendum stórveldanna og áhrifasvæðum. Uppdráttarsýki borgaralegra heimsyfirráða er í algleymingi. Frakk- land berst vonlausri baráttu í Indó-Kína til að viðhalda völdum í þessari gömlu ný- lendu sinni, og hefur þegar eytt 1200 milljörðum franka í „hið sauruga stríð“. Eng- land hefur bundið 100.000 manna her á Malajaskaga, eyðir og brennir byggðir hinna innfæddu manna, en er þó engu nær sigri en þegar stríðið hófst. Kosningarn- ar á Indlandi hafa fært kommúnistaflokknum indverska og þjóðfylkingu hans mik- inn sigur. Og loks logar allur hinn arabíski heimur stafna á milli, austan frá Persaflóa vestur í Marokkó við Atlanzhaf. Viðburðirnir í Persíu og Egyptalandi liafa til þessa afstýrt því, að Bandaríkin gætu kúgað hin arabísku lönd inn í „At- lanzhafsbandalag" Miðausturlanda. Andstæðurnar í valdakerfi auðvaldsins hafa reynzt ofjarl bandarískum áróðri. Áhrifavald þessa áróðurs fer sýnilega dvínandi. Bandarísk blöð og bandarískir stjómmálamenn hafa viðurkennt þetta upp á síð- kastið. Forstjóri sá, Bissel að nafni, er sér um vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Vestur-Evrópu, komst svo að orði í desember síðastl.: „Áhrif Bandaríkjanna á almenningsálitið í heiminum hefur dvínað óhugnanlega á liðnu ári, því að menn urðu sannfærðir um, að vér viljum vígbúnað, og að sérhver fyrirsláttur, að vér vilj- um eitthvað annað, fær enga áheym hjá fólki.“ Málgagn bandarískra auðjöfra, ÍP'all Street Journal, komst að sömu niðurstöðu, þótt með öðrum orðum væri: „Það er ekki um að kenna gæðum auglýsingarinnar, að áróðursherferðin fyrir utanríkisstefnu vorri hefur farið í hundana, heldur er það að kenna vörunni, sem á boðstólum er. Ef vér eigum góða vöru, þá ná auglýs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.