Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 37
PAR LAGERKVIST 27 við fáum tilefni til að virða fyrir okkur, talar öðru málí: Onda sagor. Hér kynnumst við líka sumum römmustu og bitrustu ádeilusögum Lag- erkvists. Hin þekktasta er líklega Hissen som gick ned i helvete, (Lyftan sem gekk niður í víti l, er hefur að geyma uppljóstrun, kynngimagnaða og djöfullega í tvennum skilningi, á heimskulegri grunnfærni brodd- horgarafrúar og elskhuga hennar gagnvart afleiðingum af hjúskapar- hroti þeirra. Það, sem gerir ádeilur Lagerkvists áhrifamestar, er sá hlær blákaldra staðreynda, sem á þeim er. Hann hefur átt sér að læriföður þann mann, sem alið Iiefur hvað dýpsta mannfyrirlitningu af rithöf- undum, Englendinginn Swift. Onda sagor er þó síður en svo dökk bók í alla staði. Þar er til dæmis að finna söguna um Lindgren, kryppling- inn, sem getur ekki dregizt áfram nema einungis með því að nota hand- leggina, en er þó þakklátur lífinu. Frásögnin kann að vera siðræn í áorkan enda þótt höfundurinn hafi ekki fremur en hitt ætlað sér að koma fram sem siðameistari. En hún sýnir eina hlið Lagerkvists, er oft kemur fram: Samúð hans með hinu óhrotna fólki, þeim mönnum, sem þola óumræðilega fátækleg örlög án þess að kvarta, jafnvel þakklátir guði fyrir hans óskiljanlegu ráðstöfun. Engu minni en samúð Lagerkvists með hinu óbrotna fólki er virðing hans fyrir hinum heittrúuðu. Hann er ekki einn af þeim, sem halda að það sé fínna að efast en trúa. Áhrifa- mikil frásögn í Onda sagor segir frá Jóni frelsara, vesalings fáráðlingi, sem hyggur sig kjörinn til að frelsa mennina. Hann ferst, þegar fá- tækrahælið brennur og hann æðir inn í eldhafið til að bjarga sveitar- limunum, en veit ekki, að þeim var áður bjargað. Hann er á engan hátt gerður hlægilegur. Andi hans er svo brennandi, að það er næstum því rökrétt nauðsyn, að eldur verði honum að bana. Virðing Lagerkvists fyrir einfeldninni og trúarvissunni er ef til vill aðeins arfur frá heimili hans. Báðum foreldrunum er lýst þannig. Son- urinn Par var þeim frábrugðinn. Vera kann, að hann liafi erft meira af hinu hvikula lundarfari móðurafa síns, sem lifði að sögn skáldsins æsku sína og elli fyrir guð einan, en á manndómsárunum var sem rynni á hann berserksgangur, og þá afneitaði hann allri trú. Að minnsta kosti finnst Lagerkvist trúaráhugi foreldranna ætla að kæfa sig, og hann brýzt undan honum. Þrátt fyrir það heldur hann áfrani að bera inikla virð- ingu fyrir fólki. sem er einfalt og guðhrætt. Ef til vill er það sökum þess, að hann, órór í skapi, vildi feginn vera í þeirra hópi. Vera má
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.