Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 76
ÓSKAR B. BJARNASON:
Jarðvegur og ræktun
Eftirfarandi ritgerð er að nokkru leyti endursögn á aðalefni bókarinnar
„Principles of Agriculture“ eftir rússneska vísindamanninn V. R. Vilj-
ams (ensk þýðing, London 1949). Ymsar lieimildir aðrar hafa verið not-
aðar t. d. „Land in Bloom“ eftir V. Safonof (ensk þýðing, Moskvu 1951)
og Plönturnar eftir Stefán Stefánsson (Reykjavík 1946). Einnig kennslu-
bækur og handbækur í efnafræði.
Gróður jarðar
Gróður jarðarinnar er undirstaða dýralífsins og um leið undirstaða að lífi mann-
anna. Ræktun landsins er grundvöllur allrar framleiðslu. Landbúnaðurinn hefur
þannig þá sérstöðu að vera undirstaða allra annarra atvinnuvega. Ræktun jarðar-
innar og dýranna veitir mönnum fæði og klæði, byggingarefni og eldsneyti. Ilinar
grænu jurtir eru sú verksmiðja, sem framleiðir allar þær grundvallar-nauðsynjar,
sem líf okkar byggist á. Til þess að geta starfað þarf þessi verksmiðja að fá hráefni
og orku. Orkan kemur frá sólarljósinu og hráefnið er næringarefni jurtanna.
Til þess að geta starfað þurfa jurtirnar 1) ljós og hita og loft 2) ólífræn næringar-
efni, en þau eru ýmis steinefni, vatn og kolsýra. Uppleyst steinefni og vatn
fá jurtimar úr jarðveginum gegnum ræturnar, sem eru þannig milliliður eða
miðlari við upptöku næringarinnar. Ljós og hiti og einnig kolsýra loftsins verka aft-
ur á móti beint á jurtimar án nokkurs miðlara. Vinnsla kolsýrunnar, kolsýra-assi-
milasjónin fer eingöngu fram í blöðum jurtanna með aðstoð blaðgrænunnar og
sólarljóssins.
Rússneski vísindamaðurinn Timirjasef var meðal þeirra fyrstu sem settu fram þá
hugmynd að hin dásamlega lífssköpun jurtanna væri tengd efninu klórofyl, sem gef-
ur jurtunum hinn græna lit sinn.
Myndun lífræns efnis úr ólífrænum efnum hjá jurtunum, kolsýmvinnslan eða fótó-
syntesan hefur í för með sér að jurtirnar gefa frá sér hreint súrefni. Jurtimar nota
líka súrefni til öndunarinnar. Allir lifandi jurtahlutar anda. En við kolsýmvinnsluna
myndast þó meira súrefni en jurtin notar sjálf til öndunar. Við verðum að gera ráð
fyrir að súrefni andrúmsloftsins hafi einmitt myndast við starfsemi hinna grænu
jurta í miljónir ára. Við getum auðveldlega aukið vöxt jurtanna með því að sjá um að
þær hafi nóg næringarefni — með því að auka áburðinn. Það er hinsvegar erfiðara
að ráða magni ljóss og hita og kolsýrunnar sem jurtirnar hafa aðgang að. Og þetta