Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 104
94 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En í sama mund og hið vinnandi, hugsandi fólk hnattarins hefur sameinazt um friðarkröfuna hafa Bandaríkin og fylgifiskar þeirra unnið án afláts að undirbúningi nýrrar heimsstyrjaldar, reynt að skapa þá taflstöðu í heiminum, að styrjöld geti brotizt út fyrr en varir. Ef horft er hlutlægum augum á þessa viðleitni þeirra á hinu liðna ári, þá verður ekki annað sagt en að þau hafi beðið mikinn ósigur, þótt hins beri að gæta, að ófriðarhættan hefur ekki minnkað þrátt fyrir efnahagsleg og póli- tísk áföll hinna vestrænu stórveldasinna. Því lengra sem líður á hið bandaríska kalda stríð, því blygðunarlausari verða málsvarar þess í áróðri sínum og athöfnum. Truman forseti Bandaríkjanna gat þess í nýársboðskap sínum, að Bandaríkin hefðu nú 3M> milljón manna undir vopnum, að vopnaframleiðsla Bandaríkjanna hafi þrefaldazt. Á ári því, sem forseti Banda- ríkjanna var að kveðja, hafði bandaríska þingið samþykkt 100 milljónir dollara fjárveitingu til áróðurs og vinnusvikastarfsemi í löndum austan járntjaldsins. Slíkt framferði mun án efa vera einsdæmi í samskiptum ríkja nútímans. I októbermánuði gaf ameríska tímaritið „Collier“ út sérstakt hefti þar sem lýst var kjarnorkustríði við Ráðstjórnarríkin, er hefjast mundi í maí 1952, og hafði tímaritið keypt nafn- fræga rithöfunda til að lýsa því menningarskeiði, er upp mundi renna eftir sigur Bandaríkjanna. Eisenhower, yfirhershöfðingi herafla Bandaríkjanna, sagði í sama mánuði í viðtali við franskt tímarit, að Ameríka mundi verða að vera reiðubúin til „átaka“ við Ráðstjórnarríkin í árslok 1952. I lok nóvembermánaðar lýsti Foster Dulles því yfir, sérfræðingur Bandaríkjanna í Asíumálum, að Ameríka yrði að vera þess albúin, að ráða á Ráðstjórnarríkin úr öllum áttum, svo að „þetta háskipulagða Asíuríki mundi bresta". Það væri þvf synd að segja, að fulltrúar Bandaríkjanna liafi ekki látið nógu dólgslega og ætlað sér ekki lítinn hlut. En hins vegar hefur liernaðarlegur árangur Bandaríkjanna á þeim vettvangi, er þau heyja raunverulegt strið, í Kóreu, orðið býsna rýr. Grasið er þegar farið að gróa yfir moldum þeirra loforða, er MacArthur gaf Bandaríkjunum á ofanverðu ári 1950, að styrjöldinni í Kóreu yrði lokið fyrir næstu jól. Síðan er liðið á annað ár, og hinn bandaríski her í Kóreu hefur ekki mátt sig hreyfa um langa stund. MacArthur er horfinn af sviðinu og eftirmenn hans hafa ekki reynzt giftusælli. Hinn 1. janúar 1952 varð Foster Dulles, sá maðurinn, sem mestu hefur ráðið um stefnu Bandaríkjanna í Asíu, að viður- kenna, að „Kóreustyrjöldin á jörðu niðri mundi standa í stað,“ þar sem frekari sókn Ameríkumanna væri of kostnaðarsöm. En í lofti hafa einnig mikil veðrabrigði orð- ið. Yfirburðir Bandaríkjaflughersins eru ekki þeir sömu og þeir áður voru. Amer- íska vikublaðið Time varð 3. des síðastl. að birta þau furðulegu tíðindi, að stærst* iðjuveldi veraldarinnar framleiddi ekki nógu margar flugvélar til að hafa í fullu tré við flugflota Norður-Kóreumanna og hinna kínversku sjálfboðaliða. Tímaritið hermdi þessi ummæli eftir Vanderberg, yfirforingja bandaríska flug- liðsins: „Næstum á svipstundu hefur Kína orðið eitt af meiriháttar flugveldum veraldarinnar. Þótt við höfum ekki misst völdin í lofti yfir norðvesturhlutum Kóreu, þá eru þau ekki eins trygg og áður.“ Hinn nafnkunni hermálasérfræðingur amer- íska stórblaðsins New York Times, Hanson Baldwin, staðfesti þessi ummæli yfir- manns bandaríska flugflotans, í blaðagrein 6. janúar 1952. Hann játar, að orustu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.