Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 17
HEIMA OG HEIMAN 7 Ég kom inní skrifstofu í Stokkhólmi, þar sem ég varð að bíða stund- arkorn eftir yfirmanninum, og ritarinn hans, stúlka um þrítugt, tók mig tali af því ég var íslendíngur. Það kom uppúr dúrnum að þessi stúlka hafði ekki fyr liitt íslendíng að máli, en í mörg ár verið með miklar bollaleggíngar um að fara til Islands, og var land þetta í huga hennar dýrlegast landa; hún hafði um alllángt skeið lagt fyrir fé, stundum altaðþví tíu krónur á mánuði, til að safna sér í íslandsferð. Hún sagði mér að eftir tvö ár, eða kanski fjögur, hefði henni safnast: svo mikið fé í þessum tilgángi, að hún gæti lagt upp í hina langþráðn ferð í sumarleyfi sínu. Reyndar var henni sá vandi á höndum, að hún gat ekki feingið nema tíu daga sumarleyfi fyren hún væri búin að vinna ég man ekki hvað mörg ár í viðbót, mér skildist hún mundi ekki kom- ast uppí fjórtán daga fyr en hún væri um fertugt. Hún hafði gert ráð fyrir að taka sér fari á sænskum síldarbát til Norðuríslands, og hann gat orðið altuppí fimm daga á leiðinni, eða leingur; svo þá var ekki mikill tími aflögu til að skoða sig um á Islandi og komast heim aftur. einkum þarsem hana lángaði mest af öllu að fara ríðandi yfir landið á þessum yndislegu smáhestum sem talað er um í bók Engströms; það hélt hún væri bæði ódýrt og þægilegt ferðalag. Ég sagði, reynið þér að fá leingra frí. En slíkt taldi hún ekki koma til mála hár i Sverge, hér væri ekki siður að biðja um leingra frí; í því falli yrði hún að kaupa varamann í staðinn sinn, og starf hennar var of persónulegt til þess að hægt væri að setja einhvern og einhvern í það meðan hún væri í útlöndum að skemta sér, drottinn minn, hvað ætli fólkið segði hér á kontórnum; eða séffarnir; það mundu allir halda að ég væri orðin brjáluð — eða miljónamæríngur! Takið þér flugvél, segi ég, úr því þér hafið svona nauman tíma. Guð minn almáttugur hjálpi mér, segir stúlkan; ekki nema það þó; flugvél! Slíka fjarstæðu lætur nú eingin vanaleg manneskja sér detta í hug hár í Sverge. Þessi stúlka ímyndaði sér að flugvélar væru handa miljónamæríngum einum. Ég gleymi ekki undrunarsvipnum á henni, þegar ég sagði henni að á Islandi væri ekkert jafnhversdagslegt og fljúga, en miljónamær- íngar einir hefðu tök á að ríða þessum yndislegu smáhestum þvert yfir landið: ég held varla sé til sú skrifstofustúlka á íslandi, sem mundi hika við að fá sumarfríið sitt framleingt um svosem mánuð, eða uppí hálft ár, og fljúga til útlanda sér til skemtunar ef henni byði svo við að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.