Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 5
RITSTJÓRNARGREINAR Fyrst hefur verið safnað saman nokkrum uppgjafariddurum: þeim sem lengi hafa barizt einmana fyrir borgaralegum dyggðum, hinum margreyndu málaliðum, hinum fátæku í anda, og þeim sem vonbrigðin með lífið hafa snúizt upp í allsráðandi ástríðu. Menn munu sjá að þessi framvörður er heldur ósamstætt lið, og ekki víst að gremja hinna víg- reifuslu niuni endast til stórvirkja. Þess vegna beinist sóknin jafnframt í þá átt að tryggja afturhaldinu liðsinni hinnar ungu kynslóðar. Til þess eru í rauninni aðeins notuð ein „rök“, þau sem vikið var að í upphafi þessa pistils: nú er ekki lengur fínt að vera kommúnisti. Þessi staðhæfing er mjög höfð frammi, svo mjög að manni verður að efast um sannfæringu eða taugastyrk þeirra sem beita henni að vopni. En þó vopnið sé aðeins eitt skal það vera tvíeggjað. I fyrsta lagi eru upprennandi menntamenn og rithöfundar af borgarastétt eggjaðir lög- eggjan að gerast ekki liðhlaupar, að gerast ekki níðingar stéttar sinnar. Það má mikið vera ef það eru ekki einmitt þessi bónmál sem hafa átakanlegastan tón hjá menningar- frömuðum íhaldsins. Og ekki ófyrirsynju. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur, og ekkert hefur brennt íhaldið heitar en að verða að sjá á eftir efnismönnum úr sínum hópi hverfa yfir í raðir kommúnista. Þess vegna skorar það á afkvæmi sín, á allkátlegan liátt, í nafni stéttvísinnar, að bregðast ekki, að gera sér ljóst hver sé hinn rétti vettvangur þeirra. Taugaóstyrkurinn í þessum áskorunum kemur til af því hve vandinn cr nærtækur, eins og vandi fjölskylduföður sem örvæntir um uppeldi barna sinna. A hinn bóginn er sömu staðhæfingu beint að menntamönnum úr alþýðustétt, sem hvattir eru til að leggja lið hinni „ópólitísku" menningarpólitík íhaldsins. Þannig eru höfð óvænt endaskipti á röksemdafærslunni: stéttvísin er góð dyggð hjá borgurum en glópska og glæpur hjá þeim sem runnir eru upp úr alþýðu. Ekki verður sagt um það enn hvort íhaldið muni í menningarsókn sinni hafa erindi sem erfiði. Ymislegt gæti bent til þess, eins og áður er sagt, að þróun borgarastéttar á íslandi sé nú komin á það stig að menntamenn hennar verði um sinn heimakærari innan stéttar sinnar en þeir hafa verið. Hvort íhaldið muni bera gæfu til að nýta krafta liðhlaupa úr alþýðustétt er hinsvegar meira en vafasamt. Ymsir beztu menn borgarastéttarinnar hafa löngum veitt kommúnismanum lið sem hefur verið vel metið, og mun halda áfram að vera það. En það er nú einhvernveginn þannig að liðveizla menntamanna úr alþýðustétt við borgaralegt afturhald hefur hvergi verið sérlega heillavænlegt hvorki fyrir þiggjendur né veitendur. Hvað sem því líður er hin menningarlega endurvakning íhaldsins á íslandi ekki komin langt á veg og hefur borið rýran ávöxt enn sem komið er. Og það er hætt við að menningarforkólfarnir verði að grípa til nýrra raka ef þeim á að takast hvorttveggja í senn, að reisa skorður við liðhlaupi úr sinni fylkingu og lokka andstæðingana til fylgis við sig. * En hvað er þá að segja um gildi þeirrar fullyrðingar sem öll þessi menningarsókn virð- ist miðast við um þessar mundir? Það væri kannski ómaksins vert að alhuga hana út af fyrir sig. í rauninni er fólgin í henni sú trú að styrkur kommúnismans byggist á yfir- borðstízku, á tildri, í einu orði sagt, á snobbmennsku. Er þetta ekki heldur grunnfærnis- legur skilningur á öflugustu þjóðfélagshreyfingu vorra tírna? Sjálfsagt er að viðurkenna að menn verða kommúnistar af misjöfnum orsökum. Sumir 99

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.