Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 12
JAKOB BENEDIKTSSON Jón Helgason sextugur Inngangsorð að útvarpsdagskrá, fluttri 30/6 1959 JÓN prófessor Helgason er sextugur í dag. Allt frá því að hann fór til Kaupmannahafnar seytján ára gam- all stúdent, hefur hann dvalizt er- lendis og aðeins komið hingað heim sem geslur endrum og sinnum. En vinir hans hér á landi eru margir, og á þessum merkisdegi í ævi Jóns leitar hugur þeirra í landsuður. Til þess liggja mörg rök og fleiri en svo að þau verði talin hér. Fyrir tuttugu ár- um sendi Jón Helgason frá sér lítið ljóðakver, en þar standa í eftirmála þessi hógværu orð: „Um skáldnafn hefur mig aldrei dreymt, enda hef ég ekki ort með það fyrir augum að láta á prent.“ En margt fer öðruvísi en ætlað er; þetta litla Ijóðakver og síðari útgáfa þess, sem kom út auk- in og breytt níu árum síðar, gerði Jón Helgason drjúgum kunnari öllum þorra manna hér á landi en saman- lögð fræðirit hans fram að þeim tima. Þetta fer að líkindum. Fræðistörf Jóns Helgasonar hafa flest verið þess eðlis að almenningur hefur haft af þeim lítil kynni, en kvæði hans urðu undir eins hugfólgin hverjum íslend- ingi sem á annað borð opnar ljóða- bók. Ég skal ekki fara mörgum orð- um um kvæði Jóns, enda tala þau bezt sínu máli sjálf, og nokkur þeirra fá hlustendur að heyra hér á eftir; ég vildi aðeins mega tilfæra eina setn- ingu sem Snorri Hjartarson skrifaði um þau fyrir tíu árum: „Þótt kvæði Jóns séu fá og orðin til á stopulum tómstundum frá erfiðum og tímafrek- um störfum, eru hin beztu þeirra gædd þeirri snilld og kynngi að í krafti þeirra verður hann ætíð talinn með mestu skáldum okkar á fyrri hluta þessarar aldar.“ Við þessi um- mæli skal engu bætt, en þau mega vera nokkur skýring á skáldfrægð Jóns meðal Islendinga. En íslendingar eiga Jóni Helgasyni engu síður drjúga þakkarskuld að gjalda fyrir þau miklu og merkilegu störf er hann hefur unnið á því sviði sem hefur verið ævistarf hans og aðal- viðfangsefni. Hann hefur nú um þrjá- tíu ára skeið verið prófessor í íslenzk- um fræðum við Hafnarháskóla og 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.