Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 19
UM ISLENZKA LJOÐLIST ófúsir að viðurkenna að laust mál eða óbundið gæti átt nokkurn þegnrétt í ríki ljóðlistarinnar. Nú er svo komið á þessum síðustu og verstu tímum að allmörg hinna yngri ljóðskálda, og raunar sum hinna eldri líka, hafa rofið þessar reglur á ýmsa vegu og hafa jafnvel staðið um þetta nokkrar deilur undanfarin ár. Þessar deilur hafa bent greinilega til þess að nú séu að verða næsta skörp tímamót í íslenzkri ljóðagerð sem ættu þá að varða alla þá er unna andlegri mennt þjóð- arinnar. Við höfum nú um skeið verið allstolt af því sem kallað hefur verið „samhengi íslenzkra bókmennta“ og vissulega væru það umtalsverð tíðindi ef hætta væri á að þetta samhengi rofnaði í þeirri grein bókmenntanna sem verið hefur einna rauðastur og óslitnastur þráður gegnum þjóðarævina — ljóðlist- inni. 2 Leyfist mér þá, sem eitt sinn orti háttalykil að dæmi þeirra Rögnvalds kala og Lofts ríka, að láta þá skoðun mína þegar í ljós að ljóðlistin sé í eðli sínu ekki bundin neinum takmörkunum öðrum en þeim sem ófullkomleiki mannlegs tungutaks hlýtur ævinlega að setja. Ég tel hana hvorki þurfa að vera bundna háttum né hrynjandi ef hún þrátt fyrir það getur vakið þau sérstöku áhrif sem eru einkenni ljóðs — en svo örðugt er að skýra. Því fullkomnara sem ljóð er, því óskilgreinilegra verður það. Þar með er alls ekki sagt að það þurfi að vera óskiljanlegt í venjulegri merkingu: það getur fjallað um fyrirbrigði, efnisleg eða andleg, sem hvert mannsbarn kann- ast við og með svo einfaldri framsetningu sem verða má. Málið fer fyrst að vandast þegar spurt er: en hversvegna er þetta list? Í hinu fullkomnasta ljóði er tunga þjóðarinnar þanin til hins ítrasta: hún vegur þar salt á egginni milli hins segjanlega og hins ósegjanlega. Því meira af lífi hins ósegjanlega sem skáldinu tekst að blása í ljóð sitt, því dulmagn- aðra og um leið óskilgreinilegra verður það. Ég vil taka til dæmis gamlan galdur — brot úr þvottaversi: Þvæ ég mér í döggu og í daglaug og í brunabirtu þinni, drottinn minn. Getur nokkur efazt um að þetta sé ljóð, þrátt fyrir stuttleikann og afbrigði formsins? Dettur nokkrum leirburður í hug? Skynja ekki allir hið ósagða, hið ósegjanlega, sem lifir og hrærist bak við hinar einföldu setningar skálds- TÍMARIT máls oc menningar 113 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.