Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sleit mar bönd minnar ættar — snaran þátt a£ sjálfum mér. 4 Það var einmitt þessi frjálsborna kvísl fornljóðanna, einföld og þó djúp í túlkun guðlegra og mannlegra örlaga, sem átti eftir að verða hinn lýsandi lífs- neisti gegnum myrkustu aldir kynstofnsins, unz hann að lokum kveikti nýjan loga skáldskapar með íslenzkri endurreisn á öldinni sem leið. Á ég þar við eddukvæðin og aðra skylda Ijóðagerð. Aldri og höfundum dróttkvæða kunna menn yfirleitt skil á, enda eru þau í eðli sínu tækifærisskáldskapur um samtíma menn og atburði. Þessu er öfugt farið urn eddukvæðin. Höfundar þeirra eru ókunnir og ekki unnt að ákveða aldur þeirra af neinni nákvæmni, enda eru þau þjóðkvæðalegrar náttúru: fjalla flest um forn goð og hetjur og sprottin fram af ríkri ástríðu og innri þörf. En hversu langt aftur sem rætur þeirra kunna að liggja, hvort heldur um efni eða frumbúning, eru þau sá aflvaki norrænunnar sem enn lifir í íslenzkri tungu einni mála og því okkar sjálfhelguð eign. Það mætti vera okkur mest til stolts og fagnaðar í senn að enn í dag fljúga þessi guðumbornu ljóð í fang okkar eins og heiður morgunsvali —- eru orð af okkar orði, líf af okkar lífi. Við skulum nú bera niður í nokkrum þessara Ijóða til þess að fullvissa okkur enn einu sinni um þennan sannleika. Byrjum þá á Völuspá þar sem hún er að lýsa tilkomu nýrrar veraldar: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna: falla fossar, flýgur örn yfir, sá er á fjalli fiska veiðir. Er nokkur sá að hann sjái ekki ljóslifandi fyrir sér þessa einföldu, náttúr- legu mynd? Og munu ekki allir skynja hið heilbrigða mannvit í þessari al- kunnu vísu Hávamála: Ungur var ég forðum, fór ég einn saman — þá varð ég villur vega. 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.