Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 23
UM ÍSLENZKA LJÓÐLIST Auðugur þóttist er ég annan fann •— maður er manns gaman. Hver finnur ekki yndi í þessu fagra nafnaregistri Alvíssmála: Himinn heitir með mönnum, en hlýmir með goðum, kalla vindófni vanir, uppheim jötnar, álfar fagrarœfur, dvergar drjúpansah Ellegar þessari sverðslýsingu í Helga kviðu Hjörvarðssonar: Hringur er í hjalti, hugur er í miðju, ógn er í oddi þeim er eiga getur — liggur með eggju ormur dreyrfáður, en á valböstu verpur naður hala. í Helga kviðu Hundingsbana segir um nornirnar: Sneru þær af afli örlögþáttu, þá er borgir braut í Brálundi — þær of greiddu gullin símu og und mánasal miðjan festu. Og í Völsungakviðu hinni fornu er þessi undursamlega mannlíking: Svo bar Helgi af hildingum sem íturskapaður askur af þyrni eða sá dýrkálfur döggu slunginn er efri fer öllum dýrum og hom glóa við himin sjálfan. 117

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.